Nú þegar kjördagur er runninn upp – vona ég að sem flestir kjósi.
Ég býð mig fram (nr. 3249) og hef undanfarnar sex vikur lagt mitt af mörkum til málefnalegrar umræðu um þetta hugðarefni mitt undanfarin 20 ár – þ.e. gildandi stjórnarskrá, væntanlegt stjórnlagaþing og helstu úrbótatillögur; ég vek athygli á því að á morgun, 28. nóvember 2010, eru einmitt 2 ár liðin frá því að ég lagði fyrst til þennan nýja vettvang: stjórnlagaþing fólksins til þess að endurmeta stjórnskipan okkar eftir hrunið.
Hér er listinn yfir yfir 40 pistla, þ.m.t. fimm gestapistla:
- Rökstuðningur fyrir því að þjóðkirkjumálið eigi að þroskast og fara í annan skýran stjórnarskrárfarveg en ekki að vera meginefni stjórnlagaþings.
- Hvatning til að kjósa – enda ekki víst að annað tækifæri bjóðist eftir 160 ára bið.
- Reglulegt stjórnlagaþing breyti stjórnarskránni framvegis.
- Stjórnlagadómstóll gegn spillingu, valdníðslu og ofríki.
- Röksemdir fyrir þjóðkjörnu stjórnlagaþingi.
- Gestapistill KÞ um ástæður stjórnlagaþings.
- Gestapistill ÍLS um jöfnun atkvæðisréttar.
- Svör við fyrirspurnum hagsmunasamtaka og fagfélags um umhverfis- og almannarétt.
- Dæmi um mál sem bera mætti undir stjórnlagadómstól.
- Gestapistill TG um tilefni til stjórnlagaþings.
- Mismunandi afstaða til forsetaembættis og hugmynd að nýju verkefni fyrir forsetann.
- Rökstuddar tillögur um þrjár viðbætur við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar.
- Gestapistill ÁL um inntak og skýrleika stjórnarskrár.
- Rökstudd tillaga að ákvæði um framsal hluta ríkisvalds og skilyrði þess og takmörk.
- Gagnrýni á tómlæti RÚV framan af gagnvart framboðum og málefnum þeirra.
- Rökstuðningur fyrir og uppskrift að jafnræði í völdum ríkis og sveitarfélaga.
- Umfjöllun um vald til skattlagningar og fjárveitingarvald.
- Rökstudd tillaga um skerðingu eiginlegs löggjafarvalds ráðherra.
- Nokkrir valkostir til persónukjörs.
- Tengill á ræðu GT um stjórnarskrárskyldu til að Alþingi ákveði framfærslugrunn.
- Gestapistill GVV um notkkun þjóðfundar til að fá fram afstöðu þjóðarinnar.
- Jákvæð afstaða til meginniðurstaðna þjóðfundar 6. nóvember 2010.
- Réttlæting stjórnlagaþings í ljósi samanburðar við Þjóðfundinn 1851.
- Um venulegt megininntak stjórnarskrár.
- Uppskrift að meiri þrígreiningu með takmörkun frumkvæðisvalds ráðherra.
- Ítarleg rök fyrir að þjóðkirkjumál þurfi ekki og eigi ekki að leysa á stjórnlagaþingi.
- Ástæður fyrir framboði mínu til stjórnlagaþings.
- Skilgreining á sex tegundum ríkisstjórna í ljósi umræðu um „neyðarstjórn.„
- Um friðar- og utanríkismál í stjórnarskrá.
- 3249.
- Hugleiðingar um óformlegt ráðgjafarráð.
- Formleg framboðstilkynning ásamt þremur meginstefnumálum.
- Erindi um stjórnarskrána og framfærslu á borgarafundi Bótar í Salnum 26. október sl.
- Rökstuðningur fyrir tilvist millidómstigs og einkum fyrir stofnun stjórnlagadómstóls.
- Rök fyrir takmörkum við nýjum sérdómstólum.
- Greining á inntaki stjórnarskrárákvæða um dómsvald og dómstóla.
- Upptalning og skýring á 14 ákvæðum stjórnarskrár um dómstóla og dómsvald.
- Vangaveltur um kjörsókn og mögulega sniðgöngu við stjórnlagaþingskosningar.
- Hrós og umfjöllun um fund stjórnarskrárfélagsins.
- Skipuleg mótrök við andófi prófessors Sigurðar Líndal gegn stjórnlagaþingi.
- Jákvæð túlkun á tilgangi stjórnlagaþings í ljósi fjölda framboða.
- Rök fyrir sérstöku ákvæði um jafnræði við samráð ríkisvaldsins við hagsmunaaðila.
- Um mismunandi stjórnarskrárákvæði um mannréttindi, jákvæð og neikvæð.
- Rök fyrir sérstöku umhverfisákvæði í stjórnarskrá að gefnu tilefni.