Færslur með efnisorðið ‘Þjóðkirkjan’

Sunnudagur 25.09 2011 - 23:59

Flutningur þingmála (56. gr.)

Í 56. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingismenn hafa rétt til að flytja frumvörp til laga, tillögur til ályktana og önnur þingmál. Ráðherrar geta lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga og tillögur til ályktana sem ríkisstjórn hefur samþykkt. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að forseti lýðveldisins geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og „annarra samþykkta“ […]

Föstudagur 16.09 2011 - 06:59

Eiðstafur (þingmanna) (47. gr.)

Í 47. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Sérhver nýr alþingismaður undirritar eiðstaf að stjórnarskránni þegar kosning hans hefur verið tekin gild. Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði nema að þar er í stað eiðstafs rætt um að „vinna drengskaparheit að stjórnarskránni“ – sem mörgum feministum í stjórnlagaráði þótti of karllægt. Þarna tókust á feminismi, lögfræði og hefðir […]

Föstudagur 19.08 2011 - 07:00

Kirkjuskipan (19. gr.)

Í 19. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er lögð til meginbreyting á lagalegri stöðu þjóðkirkjunnar – en engin breyting er lögð til í raun á stöðu hennar frá gildandi stjórnarskrá. Í frumvarpinu segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í […]

Fimmtudagur 18.08 2011 - 12:00

Trúfrelsi (18. gr.)

Í 18. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna töluverðar orðalagsbreytingar – en fremur lítið er um efnisbreytingar frá gildandi stjórnarskrá; í frumvarpinu segir: Öllum skal tryggður réttur til trúar og lífsskoðunar, þar með talinn rétturinn til að breyta um trú eða sannfæringu og standa utan trúfélaga. Öllum er frjálst að iðka trú, einslega eða í samfélagi með […]

Þriðjudagur 07.06 2011 - 07:00

Er þjóð til?

Í stjórnlagaráði ræðum við þessa dagana hvort til skuli vera þjóðkirkja – eða öllu heldur hvort ríkið eigi – samkvæmt stjórnarskránni – að vernda hana, styðja o.s.frv. Ég hef mínar íhaldssömu skoðanir á því. Víða álitamál Um þetta er fjallað í nefnd (A) stjórnlagaráðs sem einkum fjallar um mannréttindi. Í annarri nefnd (C) er m.a. fjallað […]

Miðvikudagur 01.06 2011 - 07:00

Status quo í sambandi ríkis og kirkju

Í þessari viku er fjallað í nefnd (A) stjórnlagaráðs um mannréttindi o.fl. um tengsl ríkis og kirkju. Sjálfur er ég ekki í þeirri nefnd og er auk þess fjarverandi nú en árétta mína afstöðu sem ég lýsti hér í ítarlegu máli og með rökstuddum hætti – en þess má geta að engin bloggfærsla mín fékk […]

Laugardagur 27.11 2010 - 07:00

Ertu efins? – Listi 44ja stjórnlagapistla

Nú þegar kjördagur er runninn upp – vona ég að sem flestir kjósi. Ég býð mig fram (nr. 3249) og hef undanfarnar sex vikur lagt mitt af mörkum til málefnalegrar umræðu um þetta hugðarefni mitt undanfarin 20 ár – þ.e. gildandi stjórnarskrá, væntanlegt stjórnlagaþing og helstu úrbótatillögur; ég vek athygli á því að á morgun, […]

Föstudagur 26.11 2010 - 18:40

Láttu þjóðkirkjumálið ekki ráða afstöðu þinni

Sjá má að margir frambjóðendur til stjórnlagaþings – og jafnvel kjósendur og einstaka fjölmiðlar – telja að staða þjóðkirkjunnar verði meginefni stjórnlagaþings – sem við kjósum til nk. laugardag, 27. nóvember. Ég tel hvorki nauðsynlegt né skynsamlegt að ráða þjóðkirkjumálinu til lykta á stjórnlagaþingi. Að mínu mati er réttara að fulltrúar á stjórnlagaþingi einbeiti sér […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur