Miðvikudagur 01.06.2011 - 07:00 - FB ummæli ()

Status quo í sambandi ríkis og kirkju

Í þessari viku er fjallað í nefnd (A) stjórnlagaráðs um mannréttindi o.fl. um tengsl ríkis og kirkju.

Sjálfur er ég ekki í þeirri nefnd og er auk þess fjarverandi nú en árétta mína afstöðu sem ég lýsti hér í ítarlegu máli og með rökstuddum hætti – en þess má geta að engin bloggfærsla mín fékk eins margar (og sterkar) athugasemdir að ég hygg í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings í nóvember í fyrra; ég var þó heiðarlegur í að gefa upp mína skýru afstöðu fyrirfram – þó að hún hafi kostað mig atkvæði eins og fram kemur í athugasemdum.

Þjóðin ráði – en úrlausn bíði kannski um stund

M.ö.o. tel ég rétt að þjóðin ákveði framtíðarskipan þessara mála í þjóðaratkvæðagreiðslu – án þess að stjórnlagaráð, Alþingi, ríkisstjórn eða aðrir handhafar ríkisvalds móti tillögur í því efni.

Ég tel hins vegar ekki brýnt að taka þetta heita ágreiningsmál á dagskrá alveg strax meðan við deilum um svo margt annað og leysum úr svo mörgum brýnum álitaefnum.

Varatillaga

Til vara má ræða að bráðabirgðaákvæði mætti setja í stjórnarskrá um að aðilum málsins – til þess bærum handhöfum ríkisvalds, fulltrúum þjóðkirkjunnar og eftir atvikum öðrum hagsmunaðilum – yrði gert að semja innan tiltekins árafjölda um

  • hvernig hugsanlegur frekari aðskilnaður ríkis og kirkju gæti átt sér stað,
  • hvenær,
  • með hvaða réttaráhrifum og semja um
  • viðbrögð við þeim samfélagslegu áhrifum sem slík breyting gæti haft.

Slíkt bráðabirgðaákvæði má þó ekki svipta þjóðina þeim rétti sem hún hefur til þess að velja – af eða á – hvort hér verði tengslum ríkis og kirkju breytt. Um þetta sagði ég:

Það er svo til marks um fremur lélega “lagatækni” að á allt öðrum stað í stjórnarskránni, þ.e. í lok hennar, kemur fram að ef Alþingi samþykki “breytingu á kirkjuskipun ríkisins” skuli þjóðin taka afstöðu til þeirrar breytingar í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál – en stjórnarskrárbreyting er, sem sagt, óþörf.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur