Þriðjudagur 07.06.2011 - 07:00 - FB ummæli ()

Er þjóð til?

Í stjórnlagaráði ræðum við þessa dagana hvort til skuli vera þjóðkirkja – eða öllu heldur hvort ríkið eigi – samkvæmt stjórnarskránni – að vernda hana, styðja o.s.frv. Ég hef mínar íhaldssömu skoðanir á því.

Víða álitamál

Um þetta er fjallað í nefnd (A) stjórnlagaráðs sem einkum fjallar um mannréttindi. Í annarri nefnd (C) er m.a. fjallað um „þjóðaratkvæðagreiðslur“ – hvort, hvenær, hvers vegna og hvernig þær eigi að fara fram. Í þeirri nefnd (B), sem ég sit í, er rætt um hver eigi að stjórna ríkinu (eða þjóðinni) og hvernig valdskipting og samskipti eigi að vera á milli þeirra.

Er hún til?

Hins vegar efast sumir um hvort þjóð sé til – og einn félagi minn í ráðinu hefur rökstutt afstöðu sína í því efni ágætlega hér.

Mig langar af þessu tilefni að spyrja ykkur – kæru lesendur – hvort íslenska þjóðin sé til – eða öllu heldur (þar sem ég held að svarið sé jákvætt) á hverju þið grundvallið það:

Hvað skilgreinir þjóðina?

Ég hef mína rökstuddu hugmynd um það og mun birta hana hér innan tíðar.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur