Mánudagur 06.06.2011 - 07:00 - FB ummæli ()

Frelsi vísinda og menntunar

Áhugaverð tillaga kom fram til kynningar í stjórnlagaráði í fyrri viku og verður væntanlega afgreitt í vikunni:

Tryggja skal með lögum frelsi vísinda, lista og æðri menntunar.

Í ræðu minni á fundi stjórnlagaráðs lýsti ég sérstakri ánægju með þetta ákvæði, auk fleiri athugasemda, og lét þess getið að ég teldi að í því fælist skylda löggjafans til þess að tryggja að ef leyfð yrði áfram kostun á rannsóknarstörfum eða kennslustöðum í háskóla þá yrði að tryggja með virkum hætti að akademísku frelsi væri ekki ógnað.

Ég tel að á þessu hafi verið misbrestur í mörg ár og ýmsum tilvikum – og get nefnt dæmi ef óskað er; því tel ég þetta góða tillögu um brýnt mál.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur