Í kvöld þáði ég ásamt fleiri fulltrúum í stjórnlagaráði heimboð Samtaka hernaðarandstæðinga þar sem færi gafst á að ræða í góðu tómi yfir afbragðsmálsverði málefni sem samtökunum finnast skipta máli í sambandi við stjórnlagaumbætur. Um þau mál ritaði ég raunar sérstakan pistil í aðdraganda þjóðkjörs til stjórnlagaþings. Samráð mikilvægt – bæði við hugsjónasamtök og hagsmunaaðila […]
Í dag hélt ég eiginlega jómfrúarræðu mína í stjórnlagaráði. Róttækar umbótahugmyndir Ég hef að vísu áður tekið til máls úr sæti mínu um formsatriði og skipulag starfsins en í dag fékk ég ásamt tveimur öðrum Akureyringum tækifæri til þess að halda stefnuræðu í stjórnlagaráði. Fyrir þá sem fylgst hafa með skrifum mínum var þar fátt […]
Nefndir stjórnlagaráðs eru komnar á fullt; þær eru þrjár og mætti miðað við megin viðfangsefni þeirra e.t.v. nefna þær mannréttindanefnd (A), valdþáttanefnd (B) og lýðræðisnefnd (C). Verkefni „valdþáttanefndar“ Ég sit í nefnd B ásamt sjö öðrum ráðsfulltrúum en hún hefur þessi viðfangsefni: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, hlutverk og staða forseta Íslands, hlutverk og störf Alþingis, […]
Eins og ég vék að í fyrri viku var eitt fyrsta verk mitt sem ráðsmanns að svara ítölskum blaðamanni nokkrum spurningum um stjórnlagaráð og aðdraganda þess – m.a. um atburði í kjölfarið hrunsins. Nú er ég svo nýkominn úr löngu viðtali við tvo franska blaðamenn. Lærum af öðrum Ég lærði ekki síður af þeim […]
Stjórnarskrá er ætlað að standa lítið breytt eða óbreytt í mörg ár eða áratugi – þó að helst til langt hafi að mínu mati liðið á milli þess að hún hafi verið endurskoðuð hérlendis og grundvallar skiptingu valdþátta raunar sáralítið breytt frá 1874 eins og ég hef skrifað um. Samráð stuðlar að sátt Þjóðin öll […]
Í dag var málefnum eftir töluverða yfirlegu skipt á milli verkefnanefnda í stjórnlagaráði; þær eru þrjár og fjalla um eftirfarandi – undir stjórn eftirfarandi formanna sem einnig voru kjörnir í dag og sitja í stjórn ásamt formanni og varaformanni. Gaman er að sjá að konur mynda meirihluta stjórnar. Verkefnanefnd A Grunngildi, ríkisborgararéttur og þjóðtunga Uppbygging […]
Á morgun er mikilvægur fundur í stjórnlagaráði þar sem ákveðið verður hvernig verkefni við endurskoðun stjórnarskrárinnar skiptast á milli nefnda þannig að formleg og skipulögð málefnavinna geti hafist eftir 3ja daga óformlegar umræður í starfshópum. Þá verða kosnir nefndarformenn og fulltrúum verður skipt á milli nefnda. Loks verða lögð fram erindi til stjórnlagaráðs en eins […]
Fyrsta verk mitt eftir að stjórnlagaráð setti sér starfsreglur í vikunni var að svara ítölskum blaðamanni sem spurði stjórnlagaráðsfulltrúa m.a. eitthvað á þessa leið: Hvernig getur íslenskur almenningur tekið þátt í starfi stjórnlagaráðs? Margþættar leiðir fyrir áhrif almennings Mér til ánægju sá ég við yfirferð yfir umgjörð ráðsins samkvæmt þingsályktun og umræddum starfsreglum að almenningur […]
Í dag sótti ég kynningu á niðurstöðum Stjórnlaga unga fólksins í Iðnó og hafði af því bæði gagn og gaman – m.a. sem ráðsmaður. Þar voru einnig 8 félaga minna úr stjórnlagaráði, sem nýtekið er til starfa; fannst mér gott að rúmlega þriðjungur ráðsins vildi heyra viðhorf unga fólksins áður en stjórnlagaráð hefst handa við að […]
Daginn eftir að nýskipað stjórnlagaráð var sett um miðja síðustu viku voru kjörin formaður, Salvör Nordal, og varaformaður, Ari Teitsson. Innan viku hafði stjórnlagaráð þegar sett sér starfsreglur og ákveðið hvernig hefja skyldi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar eins og Alþingi hafði falið okkur. Í morgun hófst svo efnisumræða í starfshópum sem starfa til bráðabirgða þar til […]