Þriðjudagur 10.05.2011 - 22:10 - FB ummæli ()

Herlaust Ísland

Í dag eru liðin 71 ár frá því að Ísland var hertekið – að vísu af vinsamlegra stórveldi en því sem flestir óttuðust meira. Með þeirri óumbeðnu – en í sjálfu sér valdboðnu og þó vinsamlegu – hertöku var þessu litla landi forðað frá því að verða leiksoppur árásarveldis Evrópu, þriðja ríki Þýskalands. Ári síðar tóku Bandaríki Norður-Ameríku yfir „hervernd“ landsins og rufu þar með eigið hlutleysi – um hálfu ári áður en Öxulveldin gerðu það með árás á Perluhöfn.

Meðal þess sem til umræðu er í stjórnlagaráði er að stjórnarskráin banni herskyldu. Þetta friðar marga sem vilja auka veg og virðingu friðar og hlutleysis en kemur þó ekki í veg fyrir sjálfboðaliðaher á ófriðartímum – t.d. ef ráðist yrði á landið – en þá vilja sumir að unnt sé að grípa til varnaraðgerða, svo ólíklegt sem þetta er, sem betur fer. Á móti vilja sumir ganga lengra og kveða á um frið og hlutleysi Íslands í stjórnarskrá en um það næst varla sátt enda erum við aðilar að varnarbandalagi, NATO.

Þetta sögulega og vonandi ólíklega dæmi endurspeglar að mínu mati sátta- og lausnarhug sem einkennir störf okkar í stjórnlagaráði. Unnt er að fylgjast með störfum þess á vefnum: www.stjornlagarad.is.

Um þessi mál skrifaði ég annars pistil í aðdraganda þjóðkjörs til stjórnlagaþings.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur