Fimmtudagur 09.06.2011 - 07:00 - FB ummæli ()

Hlutverk, staða og ábyrgð forseta

Þessa dagana brjótum við í stjórnlagaráði heilann um hlutverk forseta Íslands í nýrri stjórnarskrá; við erum ekki svo mikið að spá í hvort embættið skuli lifa – heldur hvers vegna og hvaða hlutverk það skuli hafa.

Völd…

Sjálfur nefndi ég, áréttaði og tók undir eftirfarandi rök á sameiginlegum nefndarfundi um málið í gær því til stuðnings að embætti forseta skyldi ekki „degraderað“ til veislustjóra eins og ég orðaði það svo óvirðulega og óvarlega:

  1. Efnisrök um að forsetaembættið hafi hlutverki að gegna og að tilvist forseta og sterkt  hlutverk stangist ekki á við þingræði.
  2. Tilfinningu mína fyrir því að frekar eigi að styrkja forseta en veikja eins og ég kynnti fyrir kosningar til stjórnlagaþings í lok síðasta árs.
  3. Sterk krafa frá þjóðfundi, stjórnlagaþingi unga fólksins og almennt í samfélaginu um að forseti verði áfram til sem sameiningartákn – ef ekki varnagli og hemill gagnvart beitingu ríkisvalds.
  4. Meginatriði í mínum málflutningi og margra annarra stjórnlagaráðsfulltrúa um aukna valddreifingu eða temprun ríkisvalds sem fela má forseta samkvæmt fram komnum tillögum í ráðinu.
  5. Sjálfsagt er að tryggja að ábyrgð verði gerð gildandi gagnvart slíkum forseta með sama hætti og gert er í 11. gr. stjórnarskrárínnar og væntanlegum tillögum þannig að okkar þjóðhöfðingja megi víkja frá sem öðrum í sérstökum tilvikum.

Þessi markmið eða rök eiga síðan að leiðbeina okkur til tiltekinna hlutverka sem rétt sé að fela forseta Íslands í breyttri stjórnskipan.

… og áhrif

Í umræðum kom það mikilvæga sjónarmið fram að hvað sem liði formlegu valdi forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá mætti ekki gleyma töluverðu áhrifavaldi forseta Íslands þar sem hann hefði ekki einungis menningarlegri forystu að gegna heldur hefði hann að óbreyttu einnig gildispólitískt dagskrárvald.

Fimmta valdið – eftirlitsvald

Loks er ég enn skotinn í hugmyndum Erlings Sigurðarsonar, félaga míns, um að forseta verði falin einhvers konar vernd eða yfirumsjón eftirlitsstofnana gagnvart handhöfum framkvæmdarvalds.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur