Að mínu mati er stærsta málið í stjórnlagaráði – mál sem sumir andstæðinga stjórnlagaumbóta hafa í raun viðurkennt, þar sem sagt er að f.o.f. þurfi að fara eftir stjórnarskránni.
Þetta er í raun valddreifingarmál eða meginatriði í að veita valdhöfum aðhald.
Stjórnlagadómstóll
Málið er þörfin á stjórnlagadómstóli – sem ég hef rökstutt ítarlega í ráðinu og í færslum hér á Eyjunni. Þetta var fyrsta og stærsta baráttumál mitt í stjórnlagaráði og er enn. Fyrir þessu hafa verið færð ítarleg rök, sem fleiri hafa tekið undir eða rætt á sömu lund.
Tilefnin hafa verið rakin í ótal færslum, svo sem hér.