Fimmtudagur 23.06.2011 - 23:27 - FB ummæli ()

Ráðherra sé ekki þingmaður – og hvað svo?

Eitt af því sem við í stjórnlagaráði ræðum um þessar mundir er hvort ráðherrar skuli vera utanþingsmenn eður ei; ekki virðist raunar ágreiningur um að á meðan ráðherrar gegni því embætti skuli ráðherrar ekki sitja á Alþingi sem alþingismenn – sem hingað til.

Sem ráðherrar eigi þeir þá samkvæmt nýju stjórnarskránni að mæta á fund Alþingis eða þingnefnda eftir þingskaparreglum – en án atkvæðisréttar og án almennra þingmannsréttinda.

Um það erum við, sem sagt, sammála, að ég held, enda víðtækur stuðningur við þann aðskilnað handhafa framkvæmdarvalds og löggjafarvalds í þjóðfélaginu að mínu mati.

Utanþingsráðherrar – eður ei?

Álitamálið lýtur hins vegar að því hvort ganga eigi lengra – og hvaða eftirfarandi valkostir verði ofan á:

  • Þingmenn, sem verða ráðherrar, eiga að víkja sæti á meðan þeir eru ráðherrar; þingsæti þeirra á meðan taka þá varamenn.
  • Þingmenn, sem verða ráðherrar, eiga að segja af sér þingmennsku – ekki bara á meðan þeir eru ráðherrar, heldur til frambúðar.
  • Stefnt skuli að því að ráðherrar séu að einhverju leyti, jafnvel að meginstefnu til eða helst eingöngu menn sem ekki hafa verið kjörnir til þings.

Áður en ég lýsi minni afstöðu og rökstyð einstaka kosti væri gaman að heyra viðhorf lesenda – kjósenda!

Hvað finnst þér?

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur