Föstudagur 19.08.2011 - 07:00 - FB ummæli ()

Kirkjuskipan (19. gr.)

Í 19. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er lögð til meginbreyting á lagalegri stöðu þjóðkirkjunnar – en engin breyting er lögð til í raun á stöðu hennar frá gildandi stjórnarskrá.

Í frumvarpinu segir:

Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar.

Frábær lausn á markmiðum flestra

Með þessu er, sem sagt, ekki tekinn af sá réttur sem síðari málsgreinin og gildandi stjórnarskrá tryggir – að þjóðin eigi síðasta orðið um breytingar á þjóðkirkjunni eða afnám hennar; þetta eru margir þjóðkirkjumenn afar ánægðir með – og ég þar á meðal enda var ég virkur í að leita þessarar lausnar.

Um leið er fallist á flestar kröfur þeirra sem vilja afnema lagaleg forréttindi þjóðkirkjunnar því að með ákvæðinu er orðið „þjóðkirkja“ numið úr stjórnarskrá – svo og skylda ríkisins til þess að styðja hana og vernda. Þetta eru stórtíðindi.

Frumkvæðisréttur kjósenda

Við í stjórnlagaráði höfðum í huga áhyggjur síðarnefnda hópsins um að Alþingi myndi enn sem áður heykjast á að leggja til breytingar; við því er séð í 66. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs þar sem tryggður er frumkvæðisréttur 2% kjósenda og bindandi frumkvæðisréttur 10% kjósenda að nýrri löggjöf – t.d. um kirkjuskipan eða afnám hennar.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur