Fimmtudagur 22.09.2011 - 23:59 - FB ummæli ()

Þingsköp (53. gr.)

Í 53. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Þingsköp Alþingis skulu sett með lögum.

Í gildandi stjórnarskrá er samhljóða ákvæði að finna.

Fræðilegt – en lítt praktístkt – álitaefni

Um þetta er lítið að segja – annað en að ég hafði þá fræðilegu afstöðu, sem naut ekki fylgis í valdþáttanefnd stjórnlagaráðs, þar sem ég sat, að þingsköp Alþingis ætti ekki að setja með lögum heldur með ákvörðun eða ályktun þingsins eins og í Danmörku þar sem Folketingests forretningsorden er sett með þeim hætti – en ekki með lögum.

Sú fræðilega afstaða byggir á kenningum um aðgreiningu valdþátta ríkisvaldsins.

Á að vernda minnihluta þings í stjórnarskrá?

Á hinn bóginn er í skýringum með ákvæðinu að finna áhugaverðar vangaveltur um hvort þingskaparlög eigi að njóta æðri stöðu – svipað og stjórnskipunarlög, m.a. í því skyni að meirihlutinn beiti minnihlutann ekki ofríki. Því er til að svara að í stjórnlagaráði var leitast við að hindra slíkt með sérstökum ákvæðum til verndar minnihluta og lýðræði í stað þess að eftirláta löggjafanum algert sjálfdæmi.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur