Stjórnarskrá er ætlað að standa lítið breytt eða óbreytt í mörg ár eða áratugi – þó að helst til langt hafi að mínu mati liðið á milli þess að hún hafi verið endurskoðuð hérlendis og grundvallar skiptingu valdþátta raunar sáralítið breytt frá 1874 eins og ég hef skrifað um. Samráð stuðlar að sátt Þjóðin öll […]
Í dag var málefnum eftir töluverða yfirlegu skipt á milli verkefnanefnda í stjórnlagaráði; þær eru þrjár og fjalla um eftirfarandi – undir stjórn eftirfarandi formanna sem einnig voru kjörnir í dag og sitja í stjórn ásamt formanni og varaformanni. Gaman er að sjá að konur mynda meirihluta stjórnar. Verkefnanefnd A Grunngildi, ríkisborgararéttur og þjóðtunga Uppbygging […]
Á morgun er mikilvægur fundur í stjórnlagaráði þar sem ákveðið verður hvernig verkefni við endurskoðun stjórnarskrárinnar skiptast á milli nefnda þannig að formleg og skipulögð málefnavinna geti hafist eftir 3ja daga óformlegar umræður í starfshópum. Þá verða kosnir nefndarformenn og fulltrúum verður skipt á milli nefnda. Loks verða lögð fram erindi til stjórnlagaráðs en eins […]
Fyrsta verk mitt eftir að stjórnlagaráð setti sér starfsreglur í vikunni var að svara ítölskum blaðamanni sem spurði stjórnlagaráðsfulltrúa m.a. eitthvað á þessa leið: Hvernig getur íslenskur almenningur tekið þátt í starfi stjórnlagaráðs? Margþættar leiðir fyrir áhrif almennings Mér til ánægju sá ég við yfirferð yfir umgjörð ráðsins samkvæmt þingsályktun og umræddum starfsreglum að almenningur […]
Í dag sótti ég kynningu á niðurstöðum Stjórnlaga unga fólksins í Iðnó og hafði af því bæði gagn og gaman – m.a. sem ráðsmaður. Þar voru einnig 8 félaga minna úr stjórnlagaráði, sem nýtekið er til starfa; fannst mér gott að rúmlega þriðjungur ráðsins vildi heyra viðhorf unga fólksins áður en stjórnlagaráð hefst handa við að […]
Daginn eftir að nýskipað stjórnlagaráð var sett um miðja síðustu viku voru kjörin formaður, Salvör Nordal, og varaformaður, Ari Teitsson. Innan viku hafði stjórnlagaráð þegar sett sér starfsreglur og ákveðið hvernig hefja skyldi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar eins og Alþingi hafði falið okkur. Í morgun hófst svo efnisumræða í starfshópum sem starfa til bráðabirgða þar til […]
Um leið og ég þakka fyrir lesturinn á Eyjupistlum mínum á árinu og málefnalegar athugasemdir vil ég kveðja Eyjuna með þakklæti á þessum tímamótum; ég mun framvegis skrifa á Pressunni og hef þegar birt fyrsta pistilinn á nýjum vettvangi: Pistlar mínir verða áfram aðgengilegir hér: http://blog.eyjan.is/gislit/
Nú þegar fullveldisdagurinn – mesti hátíðisdagur Íslandssögunnar í mínum huga – er að ganga í garð vil ég þakka kjósendum af öllu landinu fyrir það mikla traust sem mér er sýnt með því að kjósa mig sem einn 25 fulltrúa á fyrsta stjórnlagaþing Íslendinga – nema Þjóðfundurinn 1851 sé talinn með; þegar stjórnlagaþingið kemur saman […]
Nú þegar kjördagur er runninn upp – vona ég að sem flestir kjósi. Ég býð mig fram (nr. 3249) og hef undanfarnar sex vikur lagt mitt af mörkum til málefnalegrar umræðu um þetta hugðarefni mitt undanfarin 20 ár – þ.e. gildandi stjórnarskrá, væntanlegt stjórnlagaþing og helstu úrbótatillögur; ég vek athygli á því að á morgun, […]
Sjá má að margir frambjóðendur til stjórnlagaþings – og jafnvel kjósendur og einstaka fjölmiðlar – telja að staða þjóðkirkjunnar verði meginefni stjórnlagaþings – sem við kjósum til nk. laugardag, 27. nóvember. Ég tel hvorki nauðsynlegt né skynsamlegt að ráða þjóðkirkjumálinu til lykta á stjórnlagaþingi. Að mínu mati er réttara að fulltrúar á stjórnlagaþingi einbeiti sér […]