Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 16.10 2010 - 23:20

Jákvæð og neikvæð mannréttindi (örnámskeið í stjórnlagafræði)

Nú bjóða hundruðir Íslendinga – fæstir sem betur fer lögfræðingar – sig fram til fyrsta stjórnlagaþings í sögu okkar (ef frá er talinn Þjóðfundurinn 1851 – „Vér mótmælum allir“). Í því skyni að hinir þjóðkjörnu fulltrúar verði ekki ofurseldir áhrifum frá löglærðum sérfræðingum stjórnlagaþings vona ég að sem flestir frambjóðenda og kjörinna þingfulltrúa kynni sér […]

Sunnudagur 19.09 2010 - 23:59

Metur Landsdómur þingmenn vanhæfa?

Árið 1987 kvað Hæstiréttur upp dóm um að handhafi ákæruvalds væri vanhæfur til þess að gefa út ákæru í sakamáli; rökin voru að bróðir ríkissaksóknara var meðal þeirra sem til álita gat komið að rannsaka og ákæra í sama máli. Í þessum pistli ætla ég – vitaskuld með málefnalegum rökum að vanda – að fjalla […]

Fimmtudagur 04.03 2010 - 23:35

„Your country needs you“

Finnst þér allt í lagi hvernig íslenskt samfélag er og hefur verið – eða vilt þú breyta einhverju? Eftir hálfan annan sólahring göngum við, íslenska þjóðin, til atkvæðagreiðslu – fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fullvalda og sjálfstæðu ríki, í heilan mannsaldur. Um leið og ég hvet alla atkvæðisbæra borgara til þess að mæta og greiða atkvæði – með, á […]

Föstudagur 12.02 2010 - 14:45

Með Blik í augum

Fyrsta minning mín frá Kópavogi – frá því fyrir um 30 árum – er sjónræn. Ég hafði gengið upp frá Kársnesbraut – þar sem frænka mín bjó í áratugi og ég heimsótti nær árlega er við ókum „suður“ á sumrin frá heimabæ mínum, Akureyri. Eftir að hafa gengið nærri klöppunum við Kópavogskirkju og túninu, þar sem nú standa […]

Fimmtudagur 11.02 2010 - 09:45

Persónukjörið í Kópavogi er núna – í febrúar

Ein helsta krafa almennings um lýðræðisumbætur undanfarið ár var persónukjör í stað flokksræðis.  Framsóknarflokkurinn studdi kröfu um persónukjör – rétt eins og hann átti beinlínis frumkvæði að stjórnlagaþingi – sem íhaldið þæfði tillögur um sl. vor. Ríkisstjórn vinstriflokkanna heyktist svo á því að hrinda í framkvæmd eigin tillögum um persónukjör. Réði þar miklu andstaða þeirra […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur