Í 75. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann gætir að rétti borgaranna og hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Hann gætir þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og […]
Í 74. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs ríkisendurskoðanda til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann endurskoðar fjárreiður ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja í umboði Alþingis eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum. Endurskoðaðan ríkisreikning næstliðins árs ásamt athugasemdum ríkisendurskoðanda skal leggja fyrir Alþingi til samþykktar samhliða frumvarpi til […]
Í 73. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands rýfur Alþingi að ályktun þess. Skal þá efnt til nýrra kosninga eigi fyrr en sex vikum og eigi síðar en níu vikum frá þingrofi. Alþingismenn halda umboði sínu til kjördags. Hvað er þingrof og hvers vegna? Í þingrofi felst að bundinn er endir á umboð þingmanna áður en […]
Í 72. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ekki má taka lán eða undirgangast ábyrgðir sem skuldbinda ríkið nema með lögum. Stjórnvöldum er óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. Með lögum má þó kveða á um slíka ríkisábyrgð vegna almannahagsmuna. Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild […]
Í 71. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Skattamálum skal skipað með lögum. Engan skatt má á leggja né breyta né taka af nema með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik […]
Í 70. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er stórmerkilegt ákvæði þar sem það styrkir bæði fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis og dregur e.t.v. auk þess óbeint úr ráðherraræði; þetta stutta og skýra ákvæði endurspeglar þar með þrjú af mikilvægustu nýmælunum í öllu starfi stjórnlagaráðs: Fjárlaganefnd Alþingis getur krafið stofnanir ríkisins, ríkisfyrirtæki og þá aðra, sem fá framlög úr ríkissjóði, […]
Í 69. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum. Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum. Alþingi […]
Í ljósi þess að mikilvægur pistill birtist á morgun ætlaði ég nú að hafa þetta létt – svona á föstudegi – um 68. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs enda átti sú grein að vera eitt af fáum ákvæðum frumvarpsins sem við í stjórnlagaráði létum óhreyft (efnislega a.m.k.) frá ákvæðum gildandi stjórnarskrár; það gerðum við raunar að vísu – […]
Í 67. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er ekki aðeins að finna útfærslur á tveimur síðustu ákvæðum sem skrifað var um – eins og fyrirsögnin gæti bent til – heldur einnig mikilvægar takmarkanir á og skilyrði fyrir hvoru tveggja, þ.e. heimildum 10% kjósenda til þess að skjóta nýlegri löggjöf til þjóðarinnar annars vegar og óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um […]
Í 66. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi. Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. […]