Í 33. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri […]
Í 32. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar eða afnota, selja eða veðsetja. Þetta er nýmæli enda segir ekkert um þetta í gildandi stjórnarskrá – en hún er að stofni til frá 1874. Ný handritadeila? Ákvæðið er að margra mati […]
Í 31. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Herskyldu má aldrei í lög leiða. Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert um þetta – og því er um að ræða stjórnskipulegt nýmæli þó að sögulega sé svo ekki og pólitískt sé væntanlega mikil sátt um að halda sig við þá stefnu sem hér er áréttuð, sbr. m.a. erindi sem bárust stjórnlagaráði um […]
Í 30. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er kveðið á um tvær – væntanlega óumdeildar – meginreglur réttarríkja til viðbótar, þ.e. um að refsing verði ekki ákveðin nema með lögum (l. nulla poena sine lege) og að afturvirkar ákvarðanir um refsinæmi séu óheimilar: Ávæðið hljóðar svo: Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um […]
Í 29. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er – eins og víðar í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar – kveðið á um hömlur við því sem löggjafinn og handhafar dóms- og framkvæmdarvalds geta ákveðið: Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu. Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi. […]
Í 28. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er kveðið á um tvær af mikilvægustu reglum réttarríkisins – þ.e. rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og regluna um að að menn teljist saklausir uns sekt er sönnuð – sem við höfum séð svo margar (bandarískar) bíómyndir um. Í ákvæðinu segir: Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi […]
Í 27. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskráa og mannréttindaskráa frá upphafi – þ.e. ákvæði sem verndar réttinn til frelsis, sem í erlendu lagamáli er stundum kenndur við habeas corpus. Sá réttur hefur aðeins verið tekinn úr sambandi í borgarastyrjöldum og einræðisríkjum og við þvíumlíkar aðstæður – en því miður of oft við […]
Um 26. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs hef ég ekki margt að segja en hún hljóðar svo: Allir skulu ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með lögum. Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómstóla. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku. Með lögum […]
Í 25. gr. frumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum ef almannahagsmunir krefjast. Í lögum skal kveða á um rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða, svo sem hvíldar, orlofs og frítíma. Öllum skal tryggður réttur til sanngjarnra launa og til að semja um […]
Í 24. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endurgjalds. Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Alþingi útfærir áfram meginregluna […]