Í 84. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fjallað um ábyrgð forseta Íslands – en algengur misskilningur er að forseti beri enga ábyrgð á embættisgjörðum sínum en þá ætti fyrirsögn greinarinnar jú að vera Ábyrgðarleysi – en ákvæðið hljóðar svo: Forseti verður ekki sóttur til refsingar nema með samþykki Alþingis. Forseta má leysa frá embætti áður en kjörtímabili […]
Í 75. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann gætir að rétti borgaranna og hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Hann gætir þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og […]
Í 71. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Skattamálum skal skipað með lögum. Engan skatt má á leggja né breyta né taka af nema með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik […]
Í 69. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum. Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum. Alþingi […]
Í 64. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi getur skipað nefndir til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Nánari reglur um hlutverk, rannsóknarheimildir og skipan rannsóknarnefnda skulu settar með lögum. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að Alþingi geti skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Þá segir að Alþingi geti veitt nefndum […]
Í 63. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kannar hvers kyns athafnir og ákvarðanir ráðherra eða stjórnsýslu þeirra eftir því sem hún telur efni til. Nefndinni er skylt að hefja slíka könnun að kröfu þriðjungs þingmanna. Í gildandi stjórnarskrá er ekkert um þetta að finna að frátöldu ákvæði sem fjallar þó fremur um athugun á málum utan […]
Um 62. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs var mikið rætt – til og frá; þar segir: Alþingi kýs í Lögréttu fimm menn til fimm ára. Þingnefnd eða 1/5 hluti alþingismanna getur óskað eftir áliti Lögréttu um hvort frumvarp til laga samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum ríkisins. Ekki má afgreiða frumvarpið fyrr en álit Lögréttu liggur fyrir. Um störf […]
Í 59. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi getur því aðeins gert samþykkt um mál að meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu. Lítið er um þeta að segja – annað en segir í gagnorðum skýringum skrifstofu stjórnlagaráðs með frumvarpsákvæðinu – og þó; þar segir: Í greininni er ekki um efnisbreytingu að […]
Í 50. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er nýmæli sem varðar það sem í lögfræði er nefnt sérstakt hæfi til þess að taka ákvörðun um mál og almennt (neikvætt) hæfi til þess að gegna tilteknu hlutverki. Fyrri málsgrein 50. gr. lýtur beint að sérstöku hæfi alþingismanns og síðari málsgreinin tengist almennu (neikvæðu) hæfi hans til þess að […]
Í 49. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ekki má setja alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða sakamál á hendur honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp. Alþingismaður verður ekki krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi. Alþingismanni er heimilt að afsala sér friðhelgi. Óbreytt efnislega Ákvæðið er […]