Ákvæði 97. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er algert nýmæli – og nokkuð sérstætt; það á sér þó sögulegar skýringar í ósjálfstæðum ríkisstofnunum á Íslandi og jafnvel tilviki þar sem sjálfstæð og mikilvæg ríkisstofnun – Þjóðhagsstofnun – var talin hafa verið lögð niður vegna óþægðar við þáverandi forsætisráðherra. Í 97. gr. frumvarpsins segir: Í lögum má kveða á um […]
Ég sat við tölvuskjáinn úti í Árósum þar sem ég var í námi þegar allt hrundi, táraðist yfir að sjá hvernig komið var fyrir íslenskri þjóð en upp frá því kviknaði áhugi á því að leggja mitt lóð á vogarskálarnar við það að nýta þetta tækifæri til þess að bæta íslenskt samfélag og hag almennings. […]
Á morgun er í fyrsta skipti í tæp 160 ár haldinn þjóðfundur; þeim síðasta var slitið af fulltrúa stjórnvalda áður en ætlunarverki fulltrúa þjóðarinnar var lokið en þessi er upptaktur að fyrsta stjórnlagaþinginu okkar – sem vonandi hlýtur ekki sambærileg örlög. Athyglisvert er að eina málið sem Þjóðfundurinn 1851 lauk áður en honum var slitið […]
Fyrirsögnin er auðvitað grín; stjórnarskrá virðist mér í fljótu bragði ekkert hafa með snjó að gera. Stjórnarskráin er hins vegar ekkert grín – og leysir ekki hvers manns vanda. Stjórnarskrá fjallar fyrst og fremst um tvennt eins og ég hef áður bent á: Skipan og völd æðstu handhafa ríkisvalds (löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdarvalds), val á […]
Þegar ég var unglingur bjó ég í Danmörku og heyrði sögur af því (1986) hvernig hinn gáfaði öfgamaður, Mogens Glistrup, hefði valdið jarðskjálfta við kosningar 1973. Eitt það skemmtilegasta sem haft var eftir þessum ultrahægrimanni var að leggja ætti niður danska herinn (sem entist reyndar ekki nema nokkrar klukkustundir gagnvart Þjóðverjum 9. apríl 1940 meðan Norðmenn […]