Færslur með efnisorðið ‘Forsetaræði’

Mánudagur 27.06 2011 - 23:59

Forseti, af eða á?

Í stjórnlagaráði höfum við undanfarið rætt ítarlegar – en málefnalega að vanda – um hvort hér skuli vera forsetaræði eða þingræði. Enn eigum við eftir að komast að niðurstöðu um tillögugerð okkar til þjóðarinnar í þessu efni. Stærsti annmarkinn á umræðunni finnst mér vera hvað hún er svart/hvít. Eins og félagi minn í stjórnlagaráði, Þorvaldur Gylfason, […]

Fimmtudagur 23.06 2011 - 23:27

Ráðherra sé ekki þingmaður – og hvað svo?

Eitt af því sem við í stjórnlagaráði ræðum um þessar mundir er hvort ráðherrar skuli vera utanþingsmenn eður ei; ekki virðist raunar ágreiningur um að á meðan ráðherrar gegni því embætti skuli ráðherrar ekki sitja á Alþingi sem alþingismenn – sem hingað til. Sem ráðherrar eigi þeir þá samkvæmt nýju stjórnarskránni að mæta á fund Alþingis […]

Fimmtudagur 09.06 2011 - 07:00

Hlutverk, staða og ábyrgð forseta

Þessa dagana brjótum við í stjórnlagaráði heilann um hlutverk forseta Íslands í nýrri stjórnarskrá; við erum ekki svo mikið að spá í hvort embættið skuli lifa – heldur hvers vegna og hvaða hlutverk það skuli hafa. Völd… Sjálfur nefndi ég, áréttaði og tók undir eftirfarandi rök á sameiginlegum nefndarfundi um málið í gær því til […]

Miðvikudagur 11.05 2011 - 23:55

Hvernig efla skal Alþingi

Á morgun, fimmtudag, verður í stjórnlagaráði umræða um verkefni okkar í valdþáttanefnd (B), sem fjallar um löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið – þ.m.t. hlutverk og stöðu forseta. Fyrir utan stutta skýrslu frá nefnd um dómsvaldið o.fl. (C) og afgreiðslu á breyttum tillögum nefndar um mannréttindi o.fl. (A) verður þetta aðalefni fundarins: Tillögur um eflingu löggjafarvalds gagnvart framkvæmdarvaldi […]

Miðvikudagur 27.04 2011 - 17:30

Forsetaræði eða þingræði

Nefndir stjórnlagaráðs eru komnar á fullt; þær eru þrjár og mætti miðað við megin viðfangsefni þeirra e.t.v. nefna þær  mannréttindanefnd (A), valdþáttanefnd (B) og lýðræðisnefnd (C).   Verkefni „valdþáttanefndar“ Ég sit í nefnd B ásamt sjö öðrum ráðsfulltrúum en hún hefur þessi viðfangsefni: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, hlutverk og staða forseta Íslands, hlutverk og störf Alþingis, […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur