Færslur með efnisorðið ‘Mannréttindi’

Föstudagur 04.11 2011 - 23:59

Skipun embættismanna (96. gr.)

Í 96. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna nokkuð ítarlegt ákvæði – um mjög mikilvægt mál sem því var rætt í þaula í stjórnlagaráði; þar er þrenns konar reglur að finna: Hverjir eru bærir til þess að veita embætti, þ.e. hver hefur vald til þess að ákveða hver fái æðstu störf á vegum ríkisins (bærnireglur). Hvaða […]

Þriðjudagur 01.11 2011 - 23:59

Upplýsinga- og sannleiksskylda (93. gr.)

Í 93. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ráðherra er skylt að veita Alþingi eða þingnefnd allar upplýsingar, skjöl og skýrslur um málefni sem undir hann heyra, nema leynt skuli fara samkvæmt lögum. Þingmenn eiga rétt á upplýsingum frá ráðherra með því að bera fram fyrirspurn um mál eða óska eftir skýrslu, samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum. Upplýsingar […]

Mánudagur 31.10 2011 - 23:59

Starfsstjórn (92. gr.)

Í 92. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Eftir að forsætisráðherra hefur verið veitt lausn ásamt ríkisstjórn sinni situr hún áfram sem starfsstjórn uns ný ríkisstjórn er skipuð. Sama gildir ef þing er rofið. Ráðherrar í starfsstjórn taka aðeins þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til rækslu starfa þeirra. Hvenær verður ríkisstjórn starfsstjórn? Í skýringum segir svo um þau […]

Mánudagur 24.10 2011 - 23:59

Náðun og sakaruppgjöf (85. gr.)

Í 85. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands getur náðað menn og veitt almenna uppgjöf saka að tillögu ráðherra. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan refsingu, sem dómstólar hafa dæmt vegna ráðherraábyrgðar, nema með samþykki Alþingis. Niðurfelling saksóknar afnumin sem forsetavald Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að forsetinn geti ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli […]

Fimmtudagur 20.10 2011 - 23:59

Starfskjör (forseta) (81. gr.)

Í 81. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseta Íslands er óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf á meðan hann gegnir embætti. Sama gildir um störf í þágu einkafyrirtækja og opinberra stofnana þótt ólaunuð séu. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta. Óheimilt er að lækka greiðslur þessar til forseta á meðan kjörtímabil hans […]

Miðvikudagur 19.10 2011 - 23:59

Eiðstafur (forseta) (80. gr.)

Í 80. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands undirritar eiðstaf að stjórnarskránni þegar hann tekur við störfum. Eiðstafur í stað eiðs eða drengskaparheits Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að forsetinn vinni „eið eða drengskaparheit“ að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Helst er um þetta ákvæði að segja að umræður sköpuðust um hvort eiður vísaði til […]

Föstudagur 14.10 2011 - 11:59

Umboðsmaður Alþingis (75. gr.)

Í 75. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann gætir að rétti borgaranna og hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Hann gætir þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og […]

Fimmtudagur 06.10 2011 - 23:58

Framkvæmd undirskriftarsöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu (67. gr.)

Í 67. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er ekki aðeins að finna útfærslur á tveimur síðustu ákvæðum sem skrifað var um – eins og fyrirsögnin gæti bent til – heldur einnig mikilvægar takmarkanir á og skilyrði fyrir hvoru tveggja, þ.e. heimildum 10% kjósenda til þess að skjóta nýlegri löggjöf til þjóðarinnar  annars vegar og óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um […]

Miðvikudagur 05.10 2011 - 23:59

Þingmál að frumkvæði kjósenda (66. gr.)

Í 66. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi. Tíu af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. […]

Þriðjudagur 04.10 2011 - 23:59

Málskot til þjóðarinnar (65. gr.)

Í 65. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Tíu af hundraði kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Kröfuna ber að leggja fram innan þriggja mánaða frá samþykkt laganna. Lögin falla úr gildi, ef kjósendur hafna þeim, en annars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur