Færslur með efnisorðið ‘Mannréttindi’

Laugardagur 01.10 2011 - 23:59

Lögrétta (62. gr.)

Um 62. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs var mikið rætt – til og frá; þar segir: Alþingi kýs í Lögréttu fimm menn til fimm ára. Þingnefnd eða 1/5 hluti alþingismanna getur óskað eftir áliti Lögréttu um hvort frumvarp til laga samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum ríkisins. Ekki má afgreiða frumvarpið fyrr en álit Lögréttu liggur fyrir. Um störf […]

Mánudagur 26.09 2011 - 23:59

Meðferð lagafrumvarpa (57. gr.)

Í 57. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs, sem er ágætlega skýrð hér af hálfu skrifstofu stjórnlagaráðs, eru fólgin þrjú merkileg nýmæli; þau eru: aukið sjálfstæði Alþingis; mat á áhrifum lagasetningar áskilið; ráðherraræði með „söltun“ mála gert erfiðara. Í ákvæðinu segir: Frumvörp alþingismanna og ríkisstjórnar eru tekin til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi. […]

Laugardagur 24.09 2011 - 23:59

Opnir fundir (Alþingis) (55. gr.)

Í 55. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Fundir Alþingis eru haldnir í heyranda hljóði. Þingnefnd getur ákveðið að fundur hennar sé opinn almenningi. Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði og í 1. mgr. 55. gr. frumvarpsins að frátöldu orðalagsfráviki þar sem nú er rætt um að þingfundir séu haldnir í heyranda hljóði í stað þess að þeir […]

Sunnudagur 18.09 2011 - 23:59

Friðhelgi alþingismanna (49. gr.)

Í 49. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ekki má setja alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða sakamál á hendur honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp. Alþingismaður verður ekki krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi. Alþingismanni er heimilt að afsala sér friðhelgi. Óbreytt efnislega Ákvæðið er […]

Laugardagur 17.09 2011 - 23:59

Sjálfstæði alþingismanna (48. gr.)

Í 48. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, en ekki við nein fyrirmæli frá öðrum. Alþingismenn óháðir hagsmunaöflum Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði að finna nema hvað þar er í niðurlagi rætt um að alþingismenn séu „eigi [bundnir] við neinar reglur frá kjósendum sínum.“ Vildum við í stjórnlagaráði f.o.f. árétta […]

Laugardagur 10.09 2011 - 23:59

Kosningaréttur (til Alþingis) (41. gr.)

Í 41. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kosningarétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt. Lögheimili á Íslandi, þegar kosning fer fram, er einnig skilyrði kosningaréttar, nema undantekningar frá þeirri reglu verði ákveðnar í lögum um kosningar til Alþingis. Nánari reglur um alþingiskosningar skulu […]

Mánudagur 05.09 2011 - 21:09

Dýravernd (36. gr.)

Í 36. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu. Réttur dýra – mannanna vegna? Í gildandi stjórnarskrá er ekkert fjallað um dýravernd – fremur en umhverfisvernd yfirleitt. Sjálfur var ég efins framan af hvort slíkt ákvæði ætti erindi í stjórnarskrá – einkum í kafla um […]

Laugardagur 03.09 2011 - 12:00

Náttúruauðlindir (34. gr.)

Í 34. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt mikilvægasta ákvæðið frá stjórnlagaráði – en þar er leitast við að takast á við eitt mesta óréttlæti undanfarinna áratuga á Íslandi án þess að hrófla við þeirri skilvirkni sem kvótakerfið, t.d., gefur færi á: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi […]

Föstudagur 02.09 2011 - 16:00

Náttúra Íslands og umhverfi (33. gr.)

Í 33. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri […]

Fimmtudagur 01.09 2011 - 11:59

Menningarverðmæti (32. gr.)

Í 32. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar eða afnota, selja eða veðsetja. Þetta er nýmæli enda segir ekkert um þetta í gildandi stjórnarskrá – en hún er að stofni til frá 1874. Ný handritadeila? Ákvæðið er að margra mati […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur