Færslur með efnisorðið ‘Mannréttindi’

Laugardagur 06.08 2011 - 23:30

Jafnræði (6. gr.)

Vel fer á að skrifa stuttlega um jafnræðisregluna í 6. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs nú í dag, 6. ágúst, þegar Hinsegin dagar standa sem hæst – en eitt helsta nýmælið í væntanlegri stjórnarskrá, ef að líkum lætur, er – eins og ég lofaði í kosningabaráttu minni í haust svo sem fjölmargir aðrir – að kynhneigð er nú […]

Föstudagur 05.08 2011 - 20:00

Skyldur borgaranna (5. gr.)

Í 5. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna nýmæli – sem ekki er að finna í gildandi stjórnarskrá. Skýra má 1. mgr. í samhengi við 9. gr. Þar sem ákvæðið kom fremur seint fram og greinargerð með því (eins og frumvarpinu öllu) er í vinnslu verður samhengi þessa ákvæðis við 9. gr. frumvarpsins væntanlega betur skýrt […]

Fimmtudagur 04.08 2011 - 20:00

Ríkisborgararéttur (4. gr.)

Í 4. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Rétt til íslensks ríkisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang. Ríkisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum. Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til […]

Þriðjudagur 14.06 2011 - 22:20

Vörn – og sókn – fræða og fjölmiðla

Þessa dagana er enn og aftur tekist á um mörk fræða og stjórnmála í fjölmiðlum – í Danmörku (sem víðar); þar dregur að þingkosningum – í haust – og stjórnmálamenn (í ríkisstjórnarliðinu) eru sakaðir um að hafa undanfarið ráðist harkalega að tjáningarfrelsi fræðimanna sem leyfa sér að gagnrýna stjórnarstefnu þeirra – sem fræðimenn – en […]

Mánudagur 06.06 2011 - 07:00

Frelsi vísinda og menntunar

Áhugaverð tillaga kom fram til kynningar í stjórnlagaráði í fyrri viku og verður væntanlega afgreitt í vikunni: Tryggja skal með lögum frelsi vísinda, lista og æðri menntunar. Í ræðu minni á fundi stjórnlagaráðs lýsti ég sérstakri ánægju með þetta ákvæði, auk fleiri athugasemda, og lét þess getið að ég teldi að í því fælist skylda […]

Föstudagur 03.06 2011 - 07:00

Rétti fylgi skyldur

Af mörgum gagnmerkum tillögum mannréttindanefndar (A), þar sem ég sit ekki sjálfur, er kynntar voru sl. föstudag í stjórnlagaráði, er ég hvað ánægðastur með þær, sem ég hef ljáð stuðning í orði og verki, og lúta að því að árétta að rétti fylgja skyldur – líka samkvæmt stjórnarskrá. Almannaréttur Sem dæmi má nefna er þetta ákvæði: […]

Mánudagur 30.05 2011 - 07:00

Sanngjörn laun verði stjórnarskrárvarin

Gaman var að ganga smá í mannréttindagöngu sl. laugardag – daginn eftir að mannréttindanefnd (A) stjórnlagaráðs kynnti síðari hluta megintillagna sinna í stjórnlagaráði um umbætur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar – að viðbættum ákvæðum um auðlindir og náttúruvernd o.fl. Skýrt hugtak um þjóðareign mikilvægt nýmæli Ég skrifaði fyrir helgi um það mikilvægasta í þessu efni að mínu […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 23:32

Manna-, nútíma-, laga- eða stefnumál

Er við í stjórnlagaráði semjum tillögur að nýrri stjórnarskrá – í stað þeirrar sem gilt hefur, lítt breytt, í mannsaldur frá lýðveldisstofnun 1944, og að stofni til í tvo mannsaldra frá 1874 – er eitt mikilvægasta atriðið hvernig orða á hlutina og til hvers. Mannamál, já… Ég er meðvitaður um eftirfarandi: Almenn og líklega langvinn […]

Föstudagur 20.05 2011 - 21:44

Mannréttindi gagnvart fyrirtækjum!

Eitt af því sem ég hef vakið máls á í stjórnlagaráði og þeirri nefnd (A), sem fjallar um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar er að viðbótarvídd vanti í nálgun varðandi mannréttindi. Væntanlega mun ég leggja fram tillögu um þetta – sem tengist ekki beint aðalálitamálinu, sem við erum þessa dagana að takast á um, þ.e. hvort – og […]

Miðvikudagur 11.05 2011 - 23:55

Hvernig efla skal Alþingi

Á morgun, fimmtudag, verður í stjórnlagaráði umræða um verkefni okkar í valdþáttanefnd (B), sem fjallar um löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið – þ.m.t. hlutverk og stöðu forseta. Fyrir utan stutta skýrslu frá nefnd um dómsvaldið o.fl. (C) og afgreiðslu á breyttum tillögum nefndar um mannréttindi o.fl. (A) verður þetta aðalefni fundarins: Tillögur um eflingu löggjafarvalds gagnvart framkvæmdarvaldi […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur