Í áramótaávarpi nú á nýársdag gaf sitjandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, til kynna að hann væri fráfarandi – myndi ekki bjóða sig fram að nýju, 2012, eftir að hafa setið í 16 ár, fjögur kjörtímabil, en það er jafn langur tími og tveir aðrir forsetar af fimm, Ásgeir Ásgeirsson, og Vigdís Finnbogadóttir, hafa setið. Hinir […]
Að síðustu vil ég í pistli þessum nr. 115 á jafnmörgum dögum (eða öllu heldur kvöldum) greina ákvæði til bráðabirgða í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs en þar segir: Þrátt fyrir ákvæði 10. mgr. 39. gr. nægir samþykki einfalds meirihluta atkvæða á Alþingi til að breyta lögum um kosningar til Alþingis til samræmis við stjórnarskipunarlög þessi eftir að þau […]
Í 114. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Stjórnarskipunarlög þessi öðlast gildi þegar Alþingi hefur samþykkt þau í samræmi við ákvæði stjórnarskipunarlaga nr. 33 frá 17. júní 1944 með áorðnum breytingum. Við gildistöku stjórnarskipunarlaga þessara falla úr gildi stjórnarskipunarlög nr. 33 frá 17. júní 1944 með áorðnum breytingum. Í gildandi stjórnarskrá segir í sambærilegu – en ekki sams konar […]
Í 113. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fjallað um hvernig breyta á stjórnarskránni framvegis, verði þetta frumvarp að stjórnarskrá; þess má geta að það var það eina sem síðasta stjórnarskrárnefnd þingmanna varð sammála um – þ.e. hvernig breyta ætti stjórnarskránni. Tillaga stjórnlagaráðs í 113. gr. hljóðar svo: Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal […]
Í 112. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum handhöfum ríkisvalds ber að virða mannréttindareglur sem bindandi eru fyrir ríkið að þjóðarétti og tryggja framkvæmd þeirra og virkni eftir því sem samræmist hlutverki þeirra að lögum og valdmörkum. Alþingi er heimilt að lögfesta alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og ganga þeir þá framar almennum lögum. Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert […]
Í 111. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér […]
Í 110. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi, innsævi, landhelgi, efnahagslögsögu eða landgrunni, eða kalla á breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum, nema samþykki Alþingis komi til. Í gildandi stjórnarskrá er sambærilegt […]
Í 109. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Utanríkisstefna og almennt fyrirsvar ríkisins á því sviði er á hendi ráðherra í umboði og undir eftirliti Alþingis. Ráðherrum er skylt að veita utanríkismálanefnd Alþingis upplýsingar um utanríkis- og varnarmál. Ráðherra skal hafa samráð við nefndina áður en ákvörðun er tekin um mikilvæg utanríkismál. Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í […]
Í 108. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Samráð skal haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varðar málefni sveitarfélaga. Beina samráðsskyldu skortir í stjórnarskrá – bæði almennt og sértækt Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert um samráð áður en lög eru sett; í besta falli mætti með góðum vilja túlka ákvæði stjórnarskrár um þrjár umræður og ákvæði frumvarpsins […]
Í 107. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Sveitarfélögum er stjórnað af sveitarstjórnum sem starfa í umboði íbúa og eru kjörnar í almennum, leynilegum kosningum. Rétti íbúa sveitarfélags til þess að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess skal skipað með lögum. Nauðsynlegt að hafa í stjórnarskrá… Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert um þetta en um þetta eru ákvæði í lögum; […]