Með 37. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs hefst nýr kaflli (III) – um Alþingi – en um kaflann má lesa í ítarlegum skýringum með stjórnarskrárfrumvarpinu enda er þetta eitt veigamesta umfjöllunarefnið í frumvarpinu sem og í gildandi stjórnarskrá þar sem segir að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið og svo er þar er fjallað um skipan Alþingis, hlutverk […]
Í 36. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu. Réttur dýra – mannanna vegna? Í gildandi stjórnarskrá er ekkert fjallað um dýravernd – fremur en umhverfisvernd yfirleitt. Sjálfur var ég efins framan af hvort slíkt ákvæði ætti erindi í stjórnarskrá – einkum í kafla um […]
Í 35. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun. Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila. […]
Í 34. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt mikilvægasta ákvæðið frá stjórnlagaráði – en þar er leitast við að takast á við eitt mesta óréttlæti undanfarinna áratuga á Íslandi án þess að hrófla við þeirri skilvirkni sem kvótakerfið, t.d., gefur færi á: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi […]
Í 33. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri […]
Í 32. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar eða afnota, selja eða veðsetja. Þetta er nýmæli enda segir ekkert um þetta í gildandi stjórnarskrá – en hún er að stofni til frá 1874. Ný handritadeila? Ákvæðið er að margra mati […]
Í 31. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Herskyldu má aldrei í lög leiða. Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert um þetta – og því er um að ræða stjórnskipulegt nýmæli þó að sögulega sé svo ekki og pólitískt sé væntanlega mikil sátt um að halda sig við þá stefnu sem hér er áréttuð, sbr. m.a. erindi sem bárust stjórnlagaráði um […]
Í 30. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er kveðið á um tvær – væntanlega óumdeildar – meginreglur réttarríkja til viðbótar, þ.e. um að refsing verði ekki ákveðin nema með lögum (l. nulla poena sine lege) og að afturvirkar ákvarðanir um refsinæmi séu óheimilar: Ávæðið hljóðar svo: Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um […]
Í 29. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er – eins og víðar í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar – kveðið á um hömlur við því sem löggjafinn og handhafar dóms- og framkvæmdarvalds geta ákveðið: Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu. Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi. […]
Í 28. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er kveðið á um tvær af mikilvægustu reglum réttarríkisins – þ.e. rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og regluna um að að menn teljist saklausir uns sekt er sönnuð – sem við höfum séð svo margar (bandarískar) bíómyndir um. Í ákvæðinu segir: Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi […]