Færslur með efnisorðið ‘Stjórnmál’

Miðvikudagur 02.11 2011 - 23:59

Skýrsla ríkisstjórnar til Alþingis (94. gr.)

Í 94. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Árlega leggur ríkisstjórn fyrir Alþingi skýrslu um störf sín og framkvæmd ályktana þingsins. Ráðherra getur gert grein fyrir málefni sem undir hann heyrir með skýrslu til Alþingis. Í gildandi stjórnarskrá er ekkert sambærilegt ákvæði að finna. Ákvæðið er eitt af mörgum nýmælum í því skyni að dýpka þingræðið og styrkja eftirlitsvald […]

Þriðjudagur 01.11 2011 - 23:59

Upplýsinga- og sannleiksskylda (93. gr.)

Í 93. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ráðherra er skylt að veita Alþingi eða þingnefnd allar upplýsingar, skjöl og skýrslur um málefni sem undir hann heyra, nema leynt skuli fara samkvæmt lögum. Þingmenn eiga rétt á upplýsingum frá ráðherra með því að bera fram fyrirspurn um mál eða óska eftir skýrslu, samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum. Upplýsingar […]

Mánudagur 31.10 2011 - 23:59

Starfsstjórn (92. gr.)

Í 92. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Eftir að forsætisráðherra hefur verið veitt lausn ásamt ríkisstjórn sinni situr hún áfram sem starfsstjórn uns ný ríkisstjórn er skipuð. Sama gildir ef þing er rofið. Ráðherrar í starfsstjórn taka aðeins þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til rækslu starfa þeirra. Hvenær verður ríkisstjórn starfsstjórn? Í skýringum segir svo um þau […]

Sunnudagur 30.10 2011 - 23:59

Vantraust (91. gr.)

Í gær var fjallað um stjórnarmyndun skv. 9o. gr. stjórnarskrárfrumvarpins og þar með hinn „jákvæða“ hluta hinnar óskráðu en stjórnarskrárbundnu þingræðisreglu. Í 91. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins er fjallað um spegilmyndina – vantraustið – sem er hin „neikvæða“ hlið þingræðisreglunnar og endapunktur hinnar pólitísku ábyrgðar ráðherra í þingræðisríki. Um hvorugt er fjallað í gildandi stjórnarskrá og er 91. gr. því algert nýmæli formlega – en efnislega að mestu […]

Föstudagur 28.10 2011 - 23:59

Ráðherrar og Alþingi (89. gr.)

Í 89. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ráðherrar mæla fyrir frumvörpum og tillögum frá ríkisstjórn, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum á Alþingi eftir því sem þeir eru til kvaddir, en gæta verða þeir þingskapa. Ráðherrar hafa ekki atkvæðisrétt á Alþingi. Sé alþingismaður skipaður ráðherra víkur hann úr þingsæti á meðan hann gegnir embættinu og tekur […]

Fimmtudagur 27.10 2011 - 23:59

Hagsmunaskráning og opinber störf ráðherra (88. gr.)

Öfugt við ríkisstjórn – sem stjórnarskráin nefnir hvergi því nafni, eins og áður er vikið að – er víða í stjórnarskránni vikið að störfum, réttarstöðu og hlutverki ráðherra; 18 sinnum raunar. Í 88. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er hins vegar nýmæli um skilyrði þess að þeir teljist hæfir ráðherrar – en þar segir: Ráðherra er óheimilt að […]

Sunnudagur 23.10 2011 - 23:59

Ábyrgð (forseta) (84. gr.)

Í 84. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fjallað um ábyrgð forseta Íslands – en algengur misskilningur er að forseti beri enga ábyrgð á embættisgjörðum sínum en þá ætti fyrirsögn greinarinnar jú að vera Ábyrgðarleysi – en ákvæðið hljóðar svo: Forseti verður ekki sóttur til refsingar nema með samþykki Alþingis. Forseta má leysa frá embætti áður en kjörtímabili […]

Miðvikudagur 12.10 2011 - 23:59

Þingrof (73. gr.)

Í 73. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands rýfur Alþingi að ályktun þess. Skal þá efnt til nýrra kosninga eigi fyrr en sex vikum og eigi síðar en níu vikum frá þingrofi. Alþingismenn halda umboði sínu til kjördags. Hvað er þingrof og hvers vegna? Í þingrofi felst að bundinn er endir á umboð þingmanna áður en […]

Þriðjudagur 11.10 2011 - 23:59

Eignir og skuldbindingar ríkisins (72. gr.)

Í 72. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ekki má taka lán eða undirgangast ábyrgðir sem skuldbinda ríkið nema með lögum. Stjórnvöldum er óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. Með lögum má þó kveða á um slíka ríkisábyrgð vegna almannahagsmuna. Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild […]

Laugardagur 08.10 2011 - 23:59

Greiðsluheimildir (69. gr.)

Í 69. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum. Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum. Alþingi […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur