Færslur með efnisorðið ‘Stjórnmál’

Mánudagur 18.10 2010 - 22:55

Hraustleikamerki; fólkið vill ráða

Hressandi var að sjá frétt um að hátt í 500 manns gæfu kost á sér í kosningum til stjórnlagaþings eftir tæpar 6 vikur – og í raun hraustleikamerki á lýðræðisvitund okkar Íslendinga. Verra fannst mér að sjá og heyra neikvæða og að miklu leyti ómálefnalega afstöðu míns mæta læriföður, Sigurðar Líndal, í málgagni andstæðinga stjórnlagaþings; […]

Sunnudagur 17.10 2010 - 21:08

Lögskylt samráð í stjórnarskrá?

Eitt uppáhalds orðið – og fyrirbærið – mitt er „samráð.“ Hjá sumum hefur það auðvitað óheppilegan blæ enda hefur samráð fyrirtækja um verð, markað o.fl. verið bannað að viðlagðri refsingu a.m.k. frá því að samkeppnislög voru sett hér 1993 – enda þótt meginákvæði laganna noti reyndar annað hugtak. Ég hef langa og góða reynslu af […]

Sunnudagur 19.09 2010 - 23:59

Metur Landsdómur þingmenn vanhæfa?

Árið 1987 kvað Hæstiréttur upp dóm um að handhafi ákæruvalds væri vanhæfur til þess að gefa út ákæru í sakamáli; rökin voru að bróðir ríkissaksóknara var meðal þeirra sem til álita gat komið að rannsaka og ákæra í sama máli. Í þessum pistli ætla ég – vitaskuld með málefnalegum rökum að vanda – að fjalla […]

Miðvikudagur 09.06 2010 - 22:26

8 leiðir að stjórnlagaþingi?

Hér vil ég gera grein fyrir fræðilegum kostum í stjórnlagaþingsmálinu, mati mínu á raunhæfum valkostum í því efni og ágiskun minni um hvaða aðilar aðhyllist hvern þeirra, uppraðað frá íhaldssemi til róttækni; ég vona að mér fyrirgefist stikkorðin fremst í upptalningunni þó að sum þeirra kunni að vera nokkuð gildishlaðin – en þó rökstudd: Afturhald. Engra […]

Sunnudagur 30.05 2010 - 22:54

Stjórnlög í þjóðarumboði

Danakonungur færði okkur stjórnarskrá, einhliða – í boði danska stjórnlagaþingsins 1848-9 fyrir rúmum 135 árum, 1874. Ég tel rétt að við Íslendingar endurmetum stjórnlög Dana á þessum tímamótum. Lykilatriði í mínum tillögum hafa verið eftirfarandi: Sjálfræði. Stjórnlagaþing hafi stjórnarskrárvarið umboð til þess að leggja til endurbætur á stjórnskipan ríkisins og aðeins þjóðin sjálf geti samþykkt […]

Fimmtudagur 27.05 2010 - 07:00

Lögmál eða landslög?

Bresk lagahefð er mörgum fyrirmynd – að mínu mati með nokkrum rétti; þar er rætt um Rule of law. Í slíkri stjórnskipan er málum skipað með lögum – en hvorki með tilskipunum forseta (eins og t.d. í Rússlandi lengi vel), geðþótta stjórnmálaforingja (svo sem í ónefndum einræðisríkjum nær og fjær, fyrr og síðar) eða trúarsetningum æðstupresta […]

Sunnudagur 16.05 2010 - 07:00

Óþarfa farsi um skiptingu Stjórnarráðs

Margir hafa orðið til þess að tjá sig um viðbrögð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við spurningum um endurskipulagningu ráðuneyta – nú síðast, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs – í skemmtilegu og fróðlegu viðtali. Flestir, sem ég hef heyrt tjá sig um fækkun ráðuneyta og sameiningu málefna atvinnuveganna í eitt ráðuneyti, virðast hlynntir slíku. Ég hef […]

Þriðjudagur 13.04 2010 - 22:11

Grátónar eða svarthvítt!

Þegar ég var táningur heillaðist ég af ljósmyndun og gerði lítið annað í nokkur ár en að sinna henni – í svarthvítu; ætlaði ég reyndar alla tíð að vera óháður öllum flokkum og öflum í því skyni að geta farið um heiminn og sýnt hið sanna og breytt heiminum til hins betra. Hápunkturinn var verðlaun […]

Fimmtudagur 04.03 2010 - 23:35

„Your country needs you“

Finnst þér allt í lagi hvernig íslenskt samfélag er og hefur verið – eða vilt þú breyta einhverju? Eftir hálfan annan sólahring göngum við, íslenska þjóðin, til atkvæðagreiðslu – fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fullvalda og sjálfstæðu ríki, í heilan mannsaldur. Um leið og ég hvet alla atkvæðisbæra borgara til þess að mæta og greiða atkvæði – með, á […]

Þriðjudagur 02.03 2010 - 22:00

„örlítið meiri diskant“

Fullveldi er stjórnskipulegt, lögfræðilegt hugtak. Sjálfstæði er pólitískt fyrirbæri. Ég veit að þetta er ekki vinsæl skoðun nú þegar Icesave-deilan stendur enn yfir – en ég hef lengi haft þessa skoðun: Afsölum okkur aðeins meira fullveldi – í því skyni að fá mun meira sjálfstæði. Við höfum verið auka-aðilar að Evrópusambandinu (ESB) í 15 ár; […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur