Í 92. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Eftir að forsætisráðherra hefur verið veitt lausn ásamt ríkisstjórn sinni situr hún áfram sem starfsstjórn uns ný ríkisstjórn er skipuð. Sama gildir ef þing er rofið. Ráðherrar í starfsstjórn taka aðeins þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til rækslu starfa þeirra. Hvenær verður ríkisstjórn starfsstjórn? Í skýringum segir svo um þau […]
Um 62. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs var mikið rætt – til og frá; þar segir: Alþingi kýs í Lögréttu fimm menn til fimm ára. Þingnefnd eða 1/5 hluti alþingismanna getur óskað eftir áliti Lögréttu um hvort frumvarp til laga samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum ríkisins. Ekki má afgreiða frumvarpið fyrr en álit Lögréttu liggur fyrir. Um störf […]
Í 34. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt mikilvægasta ákvæðið frá stjórnlagaráði – en þar er leitast við að takast á við eitt mesta óréttlæti undanfarinna áratuga á Íslandi án þess að hrófla við þeirri skilvirkni sem kvótakerfið, t.d., gefur færi á: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi […]
Í tillögum mannréttindanefndar (A) í stjórnlagaráði, sem kynntar voru á fundi stjórnlagaráðs í dag – við góðar undirtektir – felast mörg afar merk nýmæli; hér vil ég aðeins gera eitt hið stærsta að umtalsefni, þ.e. þetta: Náttúruauðlindir Náttúruauðlindir Íslands eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Þær ber að nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta öllum landsmönnum. […]
Í gær svaraði ég spurningum fagfélags og hagsmunahóps varðandi afstöðu mína til að taka upp í stjórnarskrá umhverfisákvæði annars vegar og ákvæði um almannarétt hins vegar; ég tel rétt að birta spurningarnar og svör mín hér. Spurningar Ferðafrelsisnefndar Svohljóðandi bréf fékk ég í gær frá Ferðafrelsisnefnd sem er vinnuhópur á vegum Ferðaklúbbsins 4×4, Skotvís, Skotreyn, Slóðavina, […]
Nýafstaðinn þjóðfundur 2010 um stjórnarskrá virðist hafa tekist afar vel – og skilað jákvæðri niðurstöðu, öfugt við ótímabær fundarslit á Þjóðfundinum 1851. Stjórnlagaþing og allt starfsfólk og sjálboðaliðar hafa greinilega undirbúið þjóðfund um stjórnarskrá mjög vel – og unnið hratt og gegnsætt úr fyrstu niðurstöðum. Því getur þjóðin (við frambjóðendur til stjórnlagaþings þar með talin) strax […]
Í kurteisisheimsókn á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands frétti ég af merkum dómi Hæstaréttar frá í gær – sem hafði farið fram hjá mér. Ég hef ekki séð umfjöllun um hann í fréttum – en vil lýsa ánægju með hann; í málinu, sem fjallað var um á sínum tíma, var Kópavogsbæ stefnt vegna yfirgangs þáverandi bæjaryfirvalda. Í stuttu […]