Föstudagur 07.06.2013 - 12:35 - FB ummæli ()

Bændur og sjómenn

Enn á ný erum við í versluninni sökuð um að „vera í stríði við bændur„.

Ítrekað höfum við leiðrétt þessar rangfærslur en það virðist henta málfutningi sumra að halda þessum klisjum á lofti.

Staðreynd málsins er hins vegar að íslenska landbúnaðarkerfið er dýrt fyrir skattgreiðendur og neytendur en þrátt fyrir það eru bændur láglaunastétt – atvinnutekjur þeirra eru einar þær lægstu í landinu.

Þeir aðilar sem vilja halda dauðahaldi í óbreytt landbúnaðarkerfi eru varla með hag bænda í huga.

Það vilja allir sjá öflugan íslenskan landbúnað en mjög margir í breyttu kerfi þar sem við sjáum kostnað skattgreiðenda lækka – verð til neytenda lægra og að bændur fái meira í sinn hlut.

Að leggja til breytingar á landbúnaðarkerfinu þýðir ekki að viðkomandi efni sjálfkrafa til stríðs við bændur – enda voru þeir aðilar sem vildu breytingar á sjávarútvegskerfinu aldrei sakaðir um að vera í stríði við sjómenn.

Bændur eru þjóðinni mikilvægir, alveg eins og og sjómenn, og þeir eiga einfaldlega betra skilið en að vera haldið í gíslingu óbreytts kerfis.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Margrét Kristmannsdóttir
Framkvæmdastjóri Pfaff.
RSS straumur: RSS straumur