Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 11.03 2018 - 11:42

#metoo í Kauphöllinni

Nú er aðalfundarhrina í viðskiptalífinu þar sem hvert fyrirtækið á fætur öðru kynnir afkomu síðastliðins árs og velur sér stjórnendur til að stýra félögunum inn í framtíðina. Peningum fylgja völd og Kjarninn hefur birt ítarlega greiningu á því hverjir stjórna peningum hér á landi og kemur í ljós að 91% af þeim sem stýra peningum […]

Fimmtudagur 12.10 2017 - 11:12

JAFNAÐARMENN OG FÓTBOLTI

Því hefur oft verið haldið fram að meirihluti Íslendinga séu í raun hófsamir jafnaðarmenn – stundum kallaðir hægri kratar sem vilja öfluga velferð en skilja að grundvöllur velferðar er öflugt atvinnulíf. Áhrif stjórnmálaflokka sem kenna sig við jafnaðarmennsku hafa þó í engu verið í réttu hlutfalli við lífskoðun svo margra Íslendinga og því stöndum við […]

Þriðjudagur 15.08 2017 - 16:00

Breytum reglugerðum fyrir húsnæðislausa

Vegna tilfærslu deildar innanhúss stóðum við hjá Pfaff uppi með ónýttan 70 fm. eignarhluta að Grensásvegi 13, Reykjavík í ársbyrjun 2015.   Við ákváðum að leigja eignarhlutann en fljótlega kom í ljós að lítil eftirspurn var eftir húsnæðinu enda mikið framboð af skrifstofuhúsnæði á þessum tíma.   Stóð húsnæðið því lítið nýtt næstu misserin. Þegar umræðan um […]

Sunnudagur 30.04 2017 - 10:46

Munurinn á 2007 og 2017

Unga parið sem var á krossgötum í síðasta pistli mínum ákvað að reyna að kaupa sambærilega íbúð og þau nú leigja, sem kom skyndilega í sölu í hverfinu þeirra. Uppsett verð var 31,9 milljón – ekki var hægt að bóka skoðun en haldið var opið hús sem níu aðilar sóttu.   Unga parið var ekki í […]

Sunnudagur 26.03 2017 - 15:56

Golíat á fasteignamarkaði

Ungt par sem ég þekki vel hefur undanfarin ár leigt 2ja herbergja íbúð í hverfi 111 í Reykjavík og er svo heppið að borga ekki nema 170.000 krónur á mánuði. Eigendur þessarar íbúðar vildu selja íbúðina fyrir rétt um ári síðan og var íbúðin þá metin af fasteignasala á 26 milljónir.   Eigendurnir hættu hins vegar við […]

Laugardagur 10.12 2016 - 11:18

Frábær fjármálaráðherra

Við gerð rekstraráætlunar fyrir 2017 er ljóst að að fyrirtækið sem ég stjórna getur skilað margfalt betri afkomu en undanfarin ár. Það dynja reyndar á mér kröfur um útgjöld úr flestum áttum en þegar í augsýn er myndarlegur rekstrarafgangur þarf að standa fast á sínu. Það hafa reyndar myndast holur við innkeyrsluna og í malbikið […]

Sunnudagur 03.04 2016 - 12:41

Konur víkja en karlar mega?

Á vordögum árið 2010 ríkti umsátursástand fyrir utan heimili tveggja stjórnmálakvenna þeirra Þorgerðar Katrínar (vegna skulda maka) og Steinunnar Valdísar (vegna prófkjörsstyrkja). Dag eftir dag, viku eftir viku stóð fólk fyrir utan heimili þeirra og mótmælti. Fáir komu þessum konum til varnar og komst fámennur hópur upp með að rjúfa heimilisfrið þeirra – þann griðarstað […]

Föstudagur 25.12 2015 - 11:25

Heilbrigðiskerfið-hækjur eða aðgerðir

Ég hitti vinkonu mína um daginn sem ég hafði ekki séð í nokkra mánuði og sá strax að hún var ekki eins og hún átti að sér að vera. Þegar við fórum að spjalla saman kom í ljós að hún hafði áhugaverða sögu að segja. Árið 1996 hafði móðir hennar þurft að fara í mjaðmaaðgerð […]

Föstudagur 13.02 2015 - 14:14

ESB = Ekki Sigmundur og Bjarni

• EKKI fækka framtíðarmöguleikum okkar með þvi að draga aðildarumsókn Íslands að ESB til baka • EKKI eyðileggja þau verðmæti sem felast í aðildarumsókn okkar – það er ekki gefið að við komumst í þá stöðu á ný • EKKI draga úr möguleikum atvinnulífsins til að vaxa og dafna hér á landi og skapa störf […]

Sunnudagur 14.12 2014 - 09:16

Til hamingju íslensk verslun – til hamingju neytendur

Þann 1. janúar n.k. mun eitt stærsta baráttumál íslenskra verslunar vera í höfn þegar vörugjöldin verða afnumin. Vörugjöldin eru mjög ógagnsæ skattheimta og fátt hefur skaðað samkeppnishæfni verslunarinnar eins og álagning þeirra. Við afnám þeirra mun verðlag á mörgum vörum lækka um tugi prósenta og allur samanburður á verðlagi á milli landa verður mun auðveldari. […]

Höfundur

Margrét Kristmannsdóttir
Framkvæmdastjóri Pfaff.
RSS straumur: RSS straumur