Á aðalfundi Heimssýnar sem haldinn var á fimmtudagskvöldið var Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, endurkjörinn formaður Heimssýnar, en hann hefur gegnt því embætti í eitt ár. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var einnig endurkjörin varaformaður Heimssýnar, en hún hefur einnig gegnt því embætti í eitt ár. Stjórn Heimssýnar var að öðru leyti að mestu […]
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er sérstakur gestur á opnum stjórnarfundi í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, í kvöld klukkan 20:00 á Hótel Sögu í Reykjavík. Heimssýn mun í haust bjóða formönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi að koma á stjórnar- og félagsfundi samtakanna og gera grein fyrir stefnu sinni og áherslum í Evrópusambandsmálum. Árni Páll Árnason, formaður […]
Gríska þjóðin hafnaði einhliða úrslitakostum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu. 62% sögðu nei við kröfum ESB. Forystumenn ESB og AGS höfðu hótað grísku þjóðinni einangrun og að setja efnahag landsins í rúst ef þeir höfnuðu kröfum þeirra. Það var m.a. krafist mikils niðurskurðar elli- og örorkulífeyris, stórfelldrar hækkunar virðisaukaskatts á nauðsynjavörum, m.a. á lyfjum, og […]
Á síðasta ári fögnuðu Norðmenn 20 ára afmæli sigursins í þjóðaratkvæðagreiðslu 1994 þar sem aðild að ESB var hafnað í annað sinn. Í tilefni þess hefur einn af leiðtogum Nei til ESB-baráttunar, Dag Seierstad, skrifað bókina Folket sa Nei. Í bókinni er rakin barátta Norðmanna gegn ásælni ESB og svikulla valdablokka í Noregi til að troða landinu inn […]
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er á móti því að Ísland gangi í ESB. Hann lýsir hér afstöðu sinni í örstuttu máli. Meðal ástæðna fyrir afstöðu sinni nefnir Haraldur óljósa og flókna lýðræðiskeðju í ESB, með öðrum orðum þann lýðræðishalla sem einkennir sambandið. Þá nefnir Haraldur að Evrópusambandið hafi margsinnis lýst því yfir að það muni í […]
Ég er alþjóðasinni og hlynnt góðum samskiptum þjóða á meðal. Nú er ég tímabundið flutt til ESB-lands, Þýskalands, til að starfa þar. Vinnufélagar mínir eru alls staðar að úr heiminum, frá Kirgistan og Ástralíu, Perú og Síberíu, Singapore og Argentíu. Þeir sem koma frá löndum utan ESB þurfa eilíflega að standa í stappi við ,,kerfið“ […]
Miklu moldviðri hefur undanfarið verið þyrlað upp í kjölfar þess að utanríkisráðherra tilkynnti ESB bréflega að ríkisstjórn Íslands hygðist ekki taka að nýju upp viðræður um aðild landsins að ESB. Hvað sem líður túlkun annarra en bréfritara á efni þess þá er sannleikurinn sá að aðlögunarviðræður Íslands við ESB hafa legið niðri í 4 ár […]
Hún er undarleg uppákoman meðal sumra þeirra sem aðhyllast aðild að Evrópusambandinu eftir að utanríkisráðherra staðfesti í gær með bréfi til sambandsins hver er staða umsóknar Íslands frá 2009 um inngöngu í ESB. Það er eins og sumt fólk hafi aldrei áttað sig á því að það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem gafst upp á […]
Svíþjóð á að gera eins og Holland, þ.e. að meta áhrif áranna í ESB og útbúa lista yfir þau atriði sem gera þarf til að færa völdin til Svíþjóðar aftur. Verði gerðir nýir samningar við ESB verður sænska þjóðin að taka afstöðu til þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í grein sem Hans Lindqvist birtir á […]
Þegar reiknað er með þeim sem taka afstöðu í könnun sem Capacent gerði fyrir Heimssýn eru 60 prósent sem vilja ekki að Ísland gangi í ESB. Þegar tekið er mið af því að 18% svarenda eru hvorki hlynntir né andvígir inngöngu þá eru 32,8% fylgjandi og 49,1% andvígir inngöngu. Könnun Capacent var framkvæmd á bilinu 29. […]