Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 13.05 2014 - 18:46

Klámhundum beitt fyrir ESB-vagninn

Íbúar Evrópu eru ekki hrifnir af evrunni. Þeir eru ekkert sérlega ánægðir með Evrópusambandið. Útlit er fyrir að þátttaka í kosningum til ESB-ráðgjafarþings verði lítil í lok þessa mánaðar. Hvað gera menn þá? Jú, Danir beita klámhundum fyrir kosningavagninn. Franskur stjórnmálamaður reyndi að telja ungum frönskum kjósendum trú um ágæti evrunnar og ESB með því […]

Sunnudagur 04.05 2014 - 16:31

Kosið um framtíð ESB

ESB-þingmenn eru vel launaðir en völd þeirra eru ekki í samræmi við það. Þeir geta ekki haft frumkvæði að lagasetningu heldur geta aðeins samþykkt það sem frá framkvæmdastjórninni og ráðherraráðinu kemur. Þetta áhrifaleysi þingsins er ein af ástæðum þess að Evrópubúar hafa fremur lítinn áhuga á kosningum til ESB-þingsins.  Þingið býr við þær sérstöku aðstæður […]

Miðvikudagur 30.04 2014 - 19:54

Nei við ESB halda upp á fyrsta maí og bjóða í kaffi

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild og Herjan, félag stúdenta gegn ESB-aðild, ganga saman 1. maí undir merkjum Nei við ESB. Mæting er í gönguna við Hlemm kl. 13:00. Að göngu lokinni eru allir hjartanlega velkomnir í kaffi kl. 15:00-17:00 á skrifstofu Nei við ESB að Lækjartorgi 5. Gengið er […]

Þriðjudagur 22.04 2014 - 17:27

Enginn markaðsávinningur af evrusamstarfinu

Sérfræðingur á vegum Seðlabanka Grikklands hefur unnið skýrslu sem bankinn heffur birt þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að heildarávinningur af Efnahags- og myntsamstarfinu (evrusamstarfinu) frá upphafi sé enginn þegar litið er til þróunar fjármálamarkaðar. Ástæðan er sú að ávinningurinn sem varð af samstarfinu fyrstu árin sé jafn kostnaðinum sem fjármálakreppan frá 2007 skapaði. […]

Föstudagur 04.04 2014 - 12:59

Evrópubúar óánægðir með þróun ESB og Norðurlandabúar vilja fremur norrænt bandalag en ESB

Helmingur Dana, Svía og Finna vilja fremur sjá aukið norrænt samstarf en evrópskt. Þá eru tveir af hverjum þremur Evrópubúum ósáttir við þá þróun sem átt hefur sér stað innan ESB. Einna mest er óánægjan með ESB á Ítalíu og í Frakklandi þar sem þrír af hverjum fjórum telja að ESB hafi þróast í vitlausa […]

Mánudagur 31.03 2014 - 17:43

Halldór Ármannsson: ESB og sjávarútvegur á Íslandi

Halldór Ármannsson, formaður Landssambands smábátaeigenda á Íslandi, flutti áhugavert erindi á ráðstefnu Nei við ESB um þar síðustu helgi. Hann greindi í upphafi frá því að hann hefði svo sem enga fyrirfram mótaða skoðun og að hann hefði notað tækifærið þegar skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kom út til þess að skoða málið gaumgæfilega.   Halldór […]

Fimmtudagur 27.03 2014 - 13:11

Erindi Josefs Motzfeldts á ráðstefnu Nei við ESB

Josef Motzfeldt, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi forseti grænlenska þingsins, hélt skemmtilegt erindi á ráðstefnu Nei við ESB um síðustu helgi um baráttu Grænlendinga við að komast út úr ESB. Hann lýsti sögu Grænlands og hvernig hún fléttaðist saman við sögu Norðurlanda og Evrópu. Enn fremur lýsti Josef því hve fiskveiðihagsmunir stórþjóða Evrópu höfðu mikil áhrif […]

Mánudagur 24.03 2014 - 11:54

Reynslusaga Ernu Bjarnadóttur úr aðildarviðræðum við ESB

  Erindi Ernu Bjarnadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, á ráðstefnu Nei við ESB og Nei til EU laugardaginn 22. mars 2014: Reynslusaga af starfi fyrir hagsmunasamtök og samningahópa Það voru átakatímar á Íslandi vorið 2009. Engum sem tók þátt né heldur áhorfendum gat dulist það. Fyrsta stjórn vinstri flokka um árabil var mynduð í skugga efnahagshruns […]

Laugardagur 08.03 2014 - 12:33

Füle og Össur um stækkunarferlið – hlustið vel

Lesendur eru beðnir að hlusta vel á orð Össurar Skarphéðinssonar og Stefans Füle um stækkunarferlið í myndbandi sem ná má í með því að smella á meðfylgjandi tengil, hugleiða orð þeirra og meta hvað þau merkja fyrir þá stöðu sem Ísland er í. Vinsamlegast smellið á tenginguna hér fyrir neðan og hlustið vel. Er einhver […]

Þriðjudagur 04.03 2014 - 17:34

Hin skilyrta umsókn Alþingis um aðild að ESB frá 2009

Það hefur farið framhjá ýmsum að umsókn Alþingis um aðild að ESB var skilyrt, enda sagði að við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skyldi ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram komu í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar. Miðað við það sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar og yfirlýsingum sérfræðinga sem unnu með […]

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur