Fimmtudagur 17.10.2013 - 16:16 - Lokað fyrir ummæli

Vanmáttur umboðsmanns skuldara

Því hefur verið haldið fram að umboðsmaður skuldara sé vanmáttugur þegar kemur að því að leysa vanda þeirra sem eiga við skuldavanda að stríða.

Ýmislegt hefur gengið á hjá Umboðsmanni og sumt verður afsakað sem byrjunarörðuleikar en rétt er þó að gera kröfur um að rétt sé staðið að málum þegar kemur að úrvinnslu mála skjólstæðinga umboðsmanns skuldara sérstaklega þegar það snýr að beitingu starfsmanna umboðsmanns skuldara á regluverki því sem gildir um starfsemi hans.

Það er mín reynsla að það er víða pottur brotinn þegar kemur að beitingu þess regluverks sem gildir um úrvinnslu skuldavanda einstaklinga. í sumum tilvikum skortir einnig skýrar reglur um hvernig eigi að fara með suma hluti eins og t.d. skipun umsjónarmanna sem eiga að gera tillögur að úrlausn vanda þeirra sem eru í skuldavanda. Lengi vel virtist það vera geðþóttaákvörðun umbættisins hvaða lögmenn eða lögmannasstofur fengu verkefni frá embættinu. Þetta snýr að því að skipa sjálfstætt starfandi lögmann sem umsjónarmann. Undirritaður óskaði eftir skýrum svörum um það hvað réði því hvaða lögmenn fengju starf sem umsjónarmenn. Ekki verður sagt að umbættið hafi með skýrum hætti geta sýnt fram á hvernig það væri gert en í framhaldinu fór að bera meira á því að starfsmenn embættisins sjálfs fóru að taka að sér starfs umsjónarmanns.

 Það sem kannski alvarlegast er þegar umsjónarmennirnir sjálfir beita leikreglunum ekki rétt. Eitt dæmi sem ég get nefnd um slík er einstaklingur sem sótti um greiðsluaðlögun með því að skila inn umsókn til embættis umboðsmanns skuldara. Á meðan hann beið eftir svari umboðsmans þurfti hann að verjast kröfuhöfum sem sóttur hart að honum. Það tók eitt ár að fá umsókn hans samþykkta en á meðan hafði hann þurfti að bera mikinn kostnað vegna innheimtuaðgerða kröfuhafa. Þegar umsókn hans var svo samþykkt var honum tjáð af umsóknarmanni, sem var sjálfstætt starfandi lögmaður, að það ætti að hafna honum þar sem hann hefði ekki byrjað að leggja fyrir um leið og hann hafi sótt um greiðsluaðlögunina. Undirritaður tók málið að sér og benti umræddum umsjónarmanni að skuldarinn hefði ekki átt að byrja að leggja fyrir fyrr en umsókn hans hafi verið samþykkt sem sagt ári eftir að hann hafði lagt umsókn sína inn. Regluverkið var skýrt en umræddur umsjónarmaður hafnaði því og virtist alveg fyrirséð að hafa beitt júridískum þangagangi við úrvinnslumálsins. Nú fór málið aftur til meðferðar hjá umboðsmanni skuldara, það tók svo annað ár að vinna málið hjá umboðsmanni skuldara en núna var komið árið 2013 og umbjóðandi minn hafði skilað inn umsókn sinni árið 2011. Nú ætlaði umboðsmaður skuldara að beita sömu taktík og hafna umbjóðanda mínum en þá þurfti undirritaður að skrifa langt bréf þar sem bent var á staðreyndir málsins út frá því regluverki sem gilti um greiðsluaðlögun einstaklinga, eftir nokkrar vikna skrifræði samþykkti umboðsmaður skuldara rök undirritaðst en taldi að vinna ætti málið upp á nýtt. Nú þarf umbjóðandi minn sjálfsagt að bíða í eitt ár til viðbótar til að fá úrlausn sinna máli. Þessi málsmeðferð er til skammar sérstaklega þegar litið er til málavaxta og þeirrar staðreyndar og regluverkið var skýrt. Umbjóðanda mínum bar ekki að leggja fyrir fyrr en að umsókn hans var samþykkt en ekki um leið og hann skilaði henni inn.

Það er mat undirritaðs að ógagnsæi og vanþekking á regluverkinu innan stofnunarinnar sé alvarlegt vandamál sem veldur skjólstæðingu stofunarinnar tjóni, fjárhagslegu og andlegu enda erfitt fyrir fólk í skuldavanda að bíða í mikilli óvissu eftir úrlausn.

Annað dæmi um vanmátt umboðsmann skuldara er sú staðreynd að engar skýrar reglur virðast gilda um það hvernig umsjónarmenn eiga að vinna úr þeim málum þar sem selja þarf fasteignir skuldara sem augsýnilega geta ekki haldið fasteignum sínum. Sumir umsjónarmenn hafa sjálfir gert samninga við fasteignasala um sölu fasteignanna en beinlínis talið óheimilt að skuldararnir sjálfir sjái um það. Undirritaður efast í fyrsta lagi að umsjónarmenn hafi vald til að ráðstafa eignum fólks með þessum hætti og umsjónarmenn geti ekki tekið fram fyrir hendurnar á fólki við val á fasteignasölu. Í öðru lagi efast undirritaður um að það samræmist ákvæðum samkeppnislaga að umsjónarmaður sjálfur geti einn gert samning við fasteignasala og lagt honum í hendur það verk að selja fasteigna þeirra sem eru í ferli hjá embætti umboðsmanns skuldara. Verður að gera kröfu um að gagnsæi sé í þessu og að fleiri en einum fasteignasala sé heimilt að selja umræddar eignir.

Hér að ofan eru nefnd örfá raunverulega tilvik. Eflaust á embættið eftir að fínpússsa sig í þessu en hversu lengi ætlum við að gefa þessu embætti tíma til þess?

Flokkar: Lögfræði

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sævar Þór Jónsson
Höfundur starfar sem lögmaður í Reykjavík og situr í stjórnum ýmissa samtaka og fyrirtækja. Er einn af eigendum lögmannsstofunar Lögmenn Sundagörðum.
RSS straumur: RSS straumur