Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Sunnudagur 16.06 2019 - 16:43

Heimsendaspámaðurinn James Hays

Spámaður er nefndur James Hayes. Hann er prófessor í jarðvísindum við háskóla í Colorado. James stjórnaði verkefni sem gekk út á að safna sýnishornum úr setlögum á djúpsjávarbotni með því að bora stálhólki niður í lögin. James var ekki bjartsýnn á framtíðarhorfur mannkyns í þættinum Í leit að… yfirvofandi ísöld sem sýndur var í sjónvarpi 1977: „Upplýsingarnar sem […]

Miðvikudagur 12.06 2019 - 20:43

Heimsendaspámaðurinn Jimmy Carter

Spámaður er nefndur Jimmy Carter. Hann var forseti Bandaríkjanna 1977 – 1981. Í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar 1977 ræddi hann dökkar horfur í orkumálum: „Í kvöld langar mig að ræða óþægilegt mál við ykkur; um vandamál sem á sér engin fordæmi í sögunni. […] Þetta er lang alvarlegasta úrlausnarefni sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir. Orkuskorturinn hefur enn ekki […]

Miðvikudagur 05.06 2019 - 21:27

Heimsendaspámaðurinn Norman Myers

Spámaður er nefndur Norman Myers. Hann er líffræðingur, rithöfundur, umhverfisverndarsinni og fleira. Í bókinni Sökkvandi örk sem kom út 1979 fullyrti Norman að 40 þúsund dýrategundir myndu deyja út á hverju ári þaðan í frá og að milljón dýrategundir yrðu öllum líkindum útdauðar árið 2000, jafnvel fjórðungur allra dýrategunda á jörðinni. Spurningaleikur spekinganna (merkið x á viðeigandi línu). […]

Laugardagur 01.06 2019 - 17:27

Heimsendaspámaðurinn James Bonner

Spámaður er nefndur James Bonner. Hann var prófessor í líffræði við California Institute of Tecnology, Caltech. James var ómyrkur í máli þegar hann skrifaði ritdóm um bókina Sultur 1975! sem kom út 1967: „Allir málsmetandi rannsóknaraðilar sem hafa kynnt sér vanda vanþróaðra ríkja eru sammála um að hungursneyð þar er óumflýjanleg. […] Sem dæmi má nefna að Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna gerir […]

Mánudagur 27.05 2019 - 17:28

Heimsendaspámaðurinn Peter Gunter

Spámaður er nefndur Peter Gunter. Hann var prófessor við háskóla í Texas. Peter var ómyrkur í máli þegar hann rýndi í framtíðina 1970: „Lýðfræðingar eru nánast allir sammála um að framtíðin muni bera þetta í skauti sér: Um 1975 mun hungursneyð [vegna offjölgunar mannkyns] hefjast á Indlandi og mun neyðin aukast jafnt og þétt uns allt landið […]

Fimmtudagur 23.05 2019 - 20:40

Heimsendaspámaðurinn Paul Ehrlich

Nú þegar heimsendaspám bókstaflega rignir yfir okkur er ekki úr vegi að skoða heimsendaspár fortíðar. Því eins og máltækið segir: Endirinn skyldi í upphafi skoða. Spámaður er nefndur Paul Ehrlich. Hann er prófessor við Stanford-háskóla. Paul var ómyrkur í máli þegar hann rýndi í framtíðina í kringum 1970: „Fólksfjölgun mun óhjákvæmilega éta upp alla aukningu í […]

Þriðjudagur 23.10 2018 - 17:40

Leigubílstjórar og rithöfundar

Eins og alþjóð veit, eða amk. ætti að vita, sömdu leigubílstjórar sjálfir frumvarp til laga sem færði félagsmönnum stéttarfélags þeirra, Hreyfli, einokunaraðstöðu á markaðnum. Með þessari stuttu og úthugsuðu ritsmíð skutu leigubílstjórar rithöfundum ref fyrir rass. Rithöfundum þessa lands sem maður fyrirfram hefði haldið að myndu beita stílfærni sinni og útsjónarsemi við að tryggja afkomu sína og velferð í harðri […]

Sunnudagur 12.08 2018 - 15:06

Kannabis eða Vicodin?

Æ fleiri deyja vegna misnotkunar á lyfseðilskyldum lyfjum í Bandaríkjunum. Áætlað er að 1999 hafi um 5 þúsund manns dáið vegna ofnotkunar. 2010 var fjöldi þeirra sem dó 16 þúsund og á sl. ári um 36 þúsund. Ástandið er ef til vill skárra á Íslandi, en misnotkun róandi-, svefn- og kvíðastillandi lyfja er mikil og fer vaxandi. Bandarískir […]

Mánudagur 06.08 2018 - 16:52

Leyfileg stærð á samlokum

Saga innanlandsflugsins í Bandaríkjunum er ljómandi góð dæmisaga um muninn á höftum og frelsi. Loftflutningastofa Bandaríkjanna (CAB) var sett á laggirnar með lögum 1938. Í kjölfarið hóf stofan að setja reglur um farmiðaverð, flugrútur og annað. Frá 1939 til 1978 þurftu flugfélög í Bandaríkjunum að sitja og standa eftir dyntum stjórnenda stofnunarinnar. Á tímabilinu var engum nýjum flugfélögum […]

Þriðjudagur 13.03 2018 - 16:57

Leigubílar í höftum

Fljótlega eftir að bíllinn nam land á Íslandi fyrir alvöru 1913 voru sett „Lög um notkun bifreiða“. Í fyrstu var eitt almennt ökupróf. Um 1920 bættist meirapróf við. Þeir sem stóðust meirapróf gátu hafið útgerð leigubíla. (Alfreð Elíasson stofnandi og forstjóri Loftleiða var einn þeirra manna sem það gerði svo dæmi sé tekið). Þannig var það fram […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur