Föstudagur 10.08.2012 - 09:17 - FB ummæli ()

Poppari í pólitík

Bandaríski tónlistarmaðurinn Ry Cooder er mjög pólitískur. Hann hefur áhyggjur af Mitt Romney og Repúblikanaflokknum, sem hann segir vera á góðri leið með að eyðileggja Bandaríkin (sjá viðtal við hann hér).

Ry Cooder hefur gert fjölda tóndiska og átti meðal annars mikinn þátt í að endurvekja hina skemmtilegu kúbversku sveit Buena Vista Social Club aftur til lífsins, sem vakti heimsathygli.

Nýlega gaf hann út disk sem innlegg sitt í baráttuna um forsetaembættið í Bandaríkjunum og beinir honum gegn framboði Mitt Romneys. Diskurinn heitir Election Special.

Hann segir Mitt Romney vera hættulegan og grimman mann. Romney er auðmaður sem efnaðist á fjármálabraski, en jafnframt mormóni. Hann sameinar því trúarhita sértrúarfólks og auðmennsku, sem mörgum finnst hættuleg blanda.

Ry Cooder vísar til ummæla bandaríska bókmenntamannsins kunna, Gore Vidal, sem lést nýlega. Vidal var spurður hvað honum þætti um Repúblikanaflokkinn nú orðið. Hann sagði þá ekki vera venjulegan stjórnmálaflokk lengur. Líkja mætti hugarfari þeirra við hugarfar Hitlers æskunnar. Þeir væri á leið sem myndi eyðileggja Bandaríkin.

Í þessu sambandi er athyglisvert að frjálshyggjuróttæklingarnir í Sjálfstæðisflokknum hér á landi sækja pólitískar hugmyndir sínar í auknum mæli í sömu smiðjur og Repúblikanar í Bandaríkjunum, þ.e. í áróðursveitur eins og Cato Institute, Heritage Foundation, American Enterprise Institute o.fl.

Hannes Hólmsteinn segir t.d. að þetta séu allt vinir sínir. Hann er með stórtæk áform um að flytja slíka áróðursmenn inn á færibandi til Íslands í vetur (sjá hér)

Undanfarið hefur atvik er varðar hund Mitt Romneys verið mikið milli tannanna á fólki þar vestra. Romney lét hundinn dvelja í kassa á þaki bíls síns á 12 tíma ferðalagi og sagði hundinn hafa haft gaman að. Hundurinn var hins vegar svo skelfingu lostinn að hægðir gengu niður af honum og yfir afturhluta bílsins.

Hér er skondið lag Ry Cooders um þetta atvik.

 

Flokkar: Dægurmál · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar