Þriðjudagur 14.08.2012 - 15:36 - FB ummæli ()

Mogginn mærir hægri öfgamann

Auðmaðurinn Mitt Romney, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, valdi sér nýlega meðframbjóðanda í varaforsetaembættið, mann að nafni Paul Ryan.

Sá er þekktur fyrir öfga-frjálshyggju og sérstaklega hraustlegar tillögur um niðurskurð ríkisútgjalda. Hann vill líka lækka skatta á hátekjufólk verulega, þó þeir séu nú nær sögulegu lágmarki í Bandaríkjunum.

Paul Ryan telur að allt sem lýðkjörin ríkisstjórn geri sé verra en það sem gert er á svokölluðum frjálsum markaði, eða í einkageiranum. Þó fjármálahluti einkageirans í USA hafi steypt Bandaríkjunum í mestu kreppu frá fjórða áratug síðustu aldar, þá dregur það ekkert úr oftrú frjálshyggjuróttæklinga á einkageiranum!

Óháð úttekt Congressional Budget Office (CBO) á niðurskurðartillögum Paul Ryans á síðasta vetri sýndi að um 60% af niðurskurðartillögum hans myndi bitna á fátækum Bandaríkjamönnum, sem margir hverjir búa við ömurleg kjör. Hann vill líka einkavæða velferðarkerfið sem mun þrengja kost fátækra enn frekar.

Kosningapakki bandarískra Repúblikana er þá svona: Leiftursókn gegn kjörum fátækra og fólks í millistétt og ríflegar skattalækkanir til stóreigna- og hátekjufólks.

Skattalækkanir til yfirstéttarinnar í USA verða í reynd meiri en niðurskurður útgjalda, þó mikill sé, og mun halli á ríkisbúskapnum því ekki minnka næstu áratugina. Þetta kallar Moggaleiðarinn mikið vit í efnahagsstjórn!

Það kemur kanski ekki á óvart að ritstjóri Morgunblaðsins, sem er í eigu auðmanna, skuli dást að slíkri frjálshyggjustefnu í Bandaríkjunum. Hann reyndi að framkvæma skylda skattastefnu hér frá 1995 til 2004, þó niðurskurður þá hafi ekki verið af þeim toga sem nú er boðaður.

Íslenskir frjálshyggjumenn og auðmenn þeirra sækja reyndar allar sínar hugmyndir nú á dögum í þær smiðjur sem Paul Ryan notar. Það eru svokallaðir “think tanks” hægri öfgamanna, sem fjármagnaðir eru af auðmönnum þar vestra. Þetta eru réttnefndar “áróðursveitur auðmanna”.

Sjálfstæðismenn eru þegar farnir að reifa niðurskurðarleið sína (sjá hér).

Ef hugmyndir Ryans og róttæklinganna í Repúblikanaflokknum verða framkvæmdar fer bandaríska velferðarkerfið á það stig sem það var á fyrir New Deal aðgerðir Franklin D. Roosevelts á kreppuárunum, að mati CBO.

Um 80 ára framfarir í félagsmálum verða þurrkaðar út. Út af fyrir sig væri fróðlegt að sjá þetta framkvæmt – en án efa dapurlegt fyrir íbúa Bandaríkjanna.

Það er gott fyrir íslenskan almenning að vita hvernig hérlendir hægri róttæklingar hugsa og ber að þakka fyrir hreinskilnina sem leiðari Moggans sýnir.

Við vitum hver stefnan þar á bær er.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar