Miðvikudagur 05.09.2012 - 22:11 - FB ummæli ()

Chang: 23 atriði um kapítalisma – í HÍ á morgun

 

Athyglisverð bók – Athyglisverður fyrirlestur á morgun í Háskóla Íslands

Ha-Joon Chang heldur erindi í tilefni af útgáfu bókarinnar 23 atriði um kapítalisma sem ekki sagt frá.

Í pallborði verða:
Jóhann Páll Árnason, heimspekingur og heiðursdoktor við HÍ
Stefán Ólafsson, forstöðumaður Þjóðmálastofnunar
Páll Skúlason, prófessor í heimspeki
Fundarstjóri: Björn Þorsteinsson, heimspekingur
Ha-Joon Chang er sérfræðingur í þróunarhagfræði og dósent í stjórnmálahagfræði þróunarlanda við háskólann í Cambridge. Hann hefur ritað nokkrar bækur og fjölda greina um hagfræði, bæði fræðilegar og á léttari nótum, til dæmisKicking Away the Ladder og Bad Samaritans.
Í 23 atriði um kapítalisma sem ekki sagt frá eru viðteknar hugmyndir okkar um hag- og stjórnkerfi heimsins teknar fyrir ein af annarri og sýnt fram á að þær standast ekki skoðun. Í bókinni sýnir Ha-Joon Chang fram á að hægt er að breyta til, fara aðrar og betri leiðir til að bæta samfélagið – og endurskoða margt sem almennt er talið satt og rétt.
Bókin hefur vakið gífurlega athygli hvar sem hún hefur verið gefin út enda þykir hún djörf, auðskilin, áhrifamikil og efnið sett fram á húmorískan hátt.
23 atriði um kapítalisma sem ekki sagt frá kemur út á íslensku þriðjudaginn 4. september.
Umsagnir um bókina:

Flest höfum við ákveðnar hugmyndir um hvernig veröldin er skrúfuð saman – hvernig hag- og stjórnkerfi heimsins virka í raun. En í þessari stórmerku bók eru viðteknar hugmyndir okkar teknar fyrir ein af annarri og sýnt fram á að þær standast ekki skoðun. Sannleikurinn er sá að frjáls markaður er ekki til; þvottavélin breytti lífi fólks meira en netið; íbúar þróunarríkja eru meiri frumkvöðlar en fólk í auðugum ríkjum; það að ríka fólkið verði æ ríkara verður ekki til þess að við hin efnumst meira.

Við þurfum ekki að sætta okkur við heiminn eins og hann er. Suður-Kóreumaðurinn Ha-Joon Chang sýnir okkur hér að hægt er að breyta til, fara aðrar og betri leiðir til að bæta samfélagið – og endurskoða margt sem almennt er talið satt og rétt.

„Þessi prófessor frá Cambridge hefur yndi af þversögnum og ekki síður af að afhjúpa goðsagnir … þetta gerir hann á mannamáli og af þörf fyrir að skoða hvað það er sem stjórnar heiminum.“
Guardian

„Fyndin og löngu tímabær, hrekur margar af helstu goðsögnum um fjármálakerfi heimsins.“
Observer

„Auðskilin, djörf, áhrifamikil … mun koma illa við ykkur ef þið eruð tengd fjármálalífinu.“
Guardian

„Áhrifamikil … sannfærandi … gefur von um geðþekkari hnattvæðingu.“
Financial Times

„Skyldulesning … hárbeitt og bráðskemmtileg.“
New Statesman

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar