Laugardagur 13.10.2012 - 12:45 - FB ummæli ()

Hefðu Norðmenn átt að gefa auðmönnum olíuna?

Það er athyglisvert að fylgjast með því hverjir eru andvígir nýju stjórnarskránni og ekki síst nýja ákvæðinu um náttúruauðlindir.

Það er að mörgu leyti sama fólkið og bjó til kvótakerfið og bóluhagkerfið sem færði okkur hrunið – þ.e. yfirstéttin og stjórnmálamenn frjálshyggjunnar.

Hér var kvótakerfinu komið á með þeim hætti að þær útgerðir sem höfðu stundað fiskveiðar í þrjú ár fyrir upptöku kerfisins fengur úthlutað kvóta/veiðirétti eftir hlutdeild sinni í heildarafla – ókeypis. Síðar var heimilað framsal kvótans að ósk útvegsmanna.

Þannig var fiskveiðiauðlindin í reynd einkavædd – án endurgjalds. Hún var gefin.

Svo sögðu hagfræðingar frjálshyggjunnar að þetta væri sérstaklega hagkvæmt því þjóðin nyti afrakstursins sem yrði enn meiri en áður. Arður þjóðarinnar af fiskveiðiauðlindinni jókst þó ekki en arður kvótagreifa stórjókst.

Ef Norðmenn hefðu farið eins að varðandi olíuauðlind sína þá hefðu þeir gefið einkaaðilum hana. Til dæmis hefðu þeir þá úthlutað vinnslurétti olíu á landgrunninu til norsku olíufélaganna eftir markaðshlutdeild þeirra. Niðurstaðan hefði verið sú að einkafyrirtæki hefðu notið auðsins sem olíuauðlindin skapaði. Þjóðin hefði í besta falli fengið skatttekjur af þeim sem unnu við olíuiðnaðinn.

Norðmenn hugsuðu hins vegar meira um almannahag. Þeir stofnuðu Statoil og tryggðu að meginhluti arðsins af auðlindinni rynni í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar sem myndi nýtast til að bæta hag hennar til lengri tíma. Sú leið hefur gefist afar vel og gert Norðmenn að einni af hagsælustu þjóðum heims.

Nýja stjórnarskráin eykur líkur á að svipaðar leiðir yrðu farnar á Íslandi í framtíðinni.

Auðlindirnar verða þá frekar nýttar í þágu almannahags en sérhagsmuna yfirstéttarinnar.

Þess vegna er svo mikilvægt að kjósa þann 20. október og setja JÁ við spurningu nr. 1 og enn frekar við nr. 2 um auðlindaákvæðið í þjóðareigu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar