Miðvikudagur 05.12.2012 - 15:53 - FB ummæli ()

Málþjófar á þingi

Lars Christiansen, hagfræðingurinn glöggi hjá Danske Bank sem sá hvert stefndi á Íslandi strax á árinu 2006, flutti okkur nýja skýrslu um stöðu íslenskra efnahagsmála í morgun.

Niðurstaðan er sú, að vel gangi eftir hið skelfilega frjálshyggjuhrun. Hagvöxtur er meiri en á hinum Norðurlöndunum og við söxum á þau eftir bakfallið. Atvinnuleysi hefur lækkað mun meira en hann átti von á.

Staðan er sem sagt þokkalega góð. Það háir okkur helst að umheimurinn er í basli og við erum með ónýtan gjaldmiðil sem þarf á höftum að halda.

Í þessu samhengi er hlægilegt að fylgjast með málþófi Sjálfstæðismanna um fjárlögin fyrir næsta ár. Allir málsmetandi hagfræðingar umheimsins (AGS, OECD og hinir ýmsu Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, auk Göran Persons og Lars Christiansen) hæla árangri stjórnvalda við að ná tökum á ríkisfjármálunum.

En þá telja vúdú-hagfræðingar Sjálfstæðisflokksins að þeir þurfi að tala mjög mikið um fjárlögin, eins og þeir hafi eitthvað fram að færa! Eða dettur nokkrum manni í hug að svo geti verið?!

Nei, ekki heldur þeim sjálfum, enda hafa þeir ekki lagt fram neinar breytingatillögur við fjárlögin. Bulla bara út í eitt.

Þó kemur í gegn í umræðunni að ástæða fyrir þessu málþófi þeirra er sú, að þeir vilja gerast málþjófar.

Þeir reyna með þessu að eyðileggja áform meirihlutans um að koma nýju stjórnarskránni og nýja kvótafrumvarpinu í gegnum þingið fyrir kosningar í vor. Eru í hagsmunagæslu fyrir auðmenn, eins og fyrri daginn.

Sjálfstæðismenn vilja sem sagt ræna þessum tveimur málum frá þjóðinni.

Þeir eru málþjófar!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar