Föstudagur 07.12.2012 - 14:58 - FB ummæli ()

Hægri róttæklingar herða tökin í USA

Tímaritið Economist, sem lengi hefur verið vel til hægri en hneigist nú meira að hóflegri miðjustefnu, segir frá því nýlega að hægri róttæklingar herði um þessar mundir tökin á áróðurvettvangi bandarískra stjórnmála (sjá hér).

Þannig bendir tímaritið á að í þremur áhrifamiklum hægri áróðursveitum (think-tanks) hafi nýlega verið skipt um æðstu stjórnendur og við taki áberandi róttækari og harðari hægri öfgamenn en fyrir voru. Þó hafa þessar stofnanir þótt vera ansi langt til hægri hingað til!

Þarna er vísað til Cato Institute, Heritage Foundation og American Enterprise Institute.

Fyrir skömmu tók fyrrverandi vellauðugur bankastjóri, John Allison, við Cato veitunni. Hann er sagður mikill aðdáandi Ayn Rand, boðbera hinnar róttækustu einstaklingshyggju, sem vildi því sem næst ekkert lýðkjörið ríkisvald né opinbert velferðarkerfi.

Íslenskir hægri róttæklingar hafa sótt mjög mikið til Cato veitunnar og hafa þeir nýlega hafið útgáfu á þýddum bókum Ayn Rand hér á landi, til að herða róðurinn (sjá hér og hér).

Nýjustu stjórnendaskiptin eru hjá Heritage Foundation. Þar mun setjast við stjórnvölinn einn af róttækari teboðsmönnum Repúblikanaflokksins, Jim Demint. Hann mun sleppa sæti sínu í öldungadeildinni til að einbeita sér að áróðursveitunni.

Hvert sem litið er herða hægri róttæklingar róðurinn í áróðursbaráttunni. Andstæður og óbilgirni bandarískra stjórnmála munu því aukast enn meira – en voru þó miklar fyrir.

Nýjustu fregnir að vestan eru þær að Repúblikanar felldu á þingi tillögu um að Bandaríkin samþykktu sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólk, sem kveður á um að fatlaðir njóti allra mannréttinda og mannfrelsins til fulls og jafns við aðra.

Þetta er sama fólkið og mótar mest viðhorf hægri róttæklinganna í Sjálftæðisflokknum, frjálshyggjufólkið og Eimreiðarhópinn. Beinlínu-samband er til dæmis milli Valhallar, Hádegismóa og Cato Institute.

Með Davíð Oddsson við ritstjórn flokksmálgagnsins ráða þessir hægri róttæklingar för í Sjálfstæðisflokknum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar