Þriðjudagur 01.01.2013 - 13:35 - FB ummæli ()

Guðmundur Steingrímsson sló í gegn!

Kryddsíldin á Stöð 2 gefur gjarnan ágætt yfirlit um stöðu stjórnmálanna í árslok. Þar leiða flokksforingjarnir saman hesta sína og gera upp málin og takast svolítið á. Áhorfendur fá smá innsýn í stöðuna.

Að þessu sinni fannst mér Guðmundur Steingrímsson koma best frá atinu. Það sem einkenndi hann var hófsamur og málefnalegur málflutningur, með áherslu á skynsemi sem leiðarljós.

Guðmundur talar fyrir breyttum stjórnmálum, sem margir kalla eftir. Hans áhersla er á efnislega afstöðu og samræður, samstarf um góð mál er horfa til framfara fyrir þjóðina. Engar upphrópanir, lýðskrum eða augljós þjónkun við sérhagsmuni.

Almannahagur er hans leiðarljós.

Afstaða Guðmundar til Evrópusambandsins er ágætt dæmi um þennan málflutning. Við höfum séð hvernig andstæðingar ESB aðildar hafa lagt höfuðáherslu á forheimskun umræðunnar og valdbeitingu til að koma málinu af dagskrá.

Guðmundur leggur áherslu á að ljúka viðræðunum og fá niðurstöðu, svo þjóðin geti fengið að vita hvað myndi felast í aðild að ESB. Síðan taki þjóðin upplýsta afstöðu til málsins. Sjálfur hef ég ekki gert upp hug minn til ESB aðildar en er algerlega sammála Guðmundi um þetta.

Þetta er leið skynsemi og lýðræðis.

Flokkur Guðmundar og félaga, Björt framtíð, hefur allgóða möguleika á að fá umtalsvert fylgi í kosningunum í vor. Ástæða þess er einmitt þessi heilbrigða og hófsama aðkoma Guðmundar að stjórnmálunum. Hann er á miðjunni, ólíkt hans gamla flokki, Framsóknarflokknum, sem er of hallur undir frjálshyggju og sérhagsmuni Sjálfstæðisflokksins.

Síðan hefur Guðmunduir það einnig með sér, að hann er líkur föður sínum Steingrími Hermannssyni. Steingrímur var farsæll leiðtogi Framsóknarflokksins, sem sjálfur naut persónulegs fylgis langt umfram fylgi flokksins.

Steingrímur var maður fólksins. Guðmundur gæti hæglega vaxið upp í slíka stöðu með góðum árangri í kosningunum í vor.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar