Miðvikudagur 16.01.2013 - 08:24 - FB ummæli ()

Málsvari myrkrahöfðingja ræðst á Egil

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og stjórnarmaður í Glitni fram að hruni, vill ekki að vafasamar gerðir fjármálamanna fyrir og í hruni séu rannsakaðar.

Hann gerði ítrekaðar atlögur að Gunnari Andersen forstöðumanni Fjármálaeftirlitsins og tókst á endanum að hrekja hann úr starfi, með hæpnum málatilbúnaði. Gunnar Andersen þótti ganga of vasklega fram í rannsóknum á orsökum hrunsins og vísa of mörgum málum til sérstaks saksóknara.

Sigurður hefur hamast gegn Evu Joly og finnur farsælu ráðgjafarhlutverki hennar allt til foráttu. Kennir Agli Helga um komu hennar hingað.

Hann hefur hamast gegn sérstökum saksóknara og vill augljóslega koma böndum á starfsemi hans.

Þá hefur Sigurður andskotast í DV sem hefur staðið upplýsingavaktina frá hruni og birt ítarlegar og mikilvægar upplýsingar um framferði einstakra fjárglæframanna sem léku þjóðina grátt.

Sigurður er málsvari myrkraaflanna sem sugu blóðið úr þjóðarbúinu og settu Ísland á hliðina.

Í gær réðst hann á ósmekklegan hátt á Egil Helgason. Hann vill líka þagga niður í honum.

Þöggun var ein af stóru ástæðunum fyrir því hversu langt var hægt að leiða Ísland afvega á áratugnum fyrir hrun.

Þöggunaröflin eru enn í fullu fjöri.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar