Miðvikudagur 16.01.2013 - 22:30 - FB ummæli ()

Kaupmátturinn batnar of rólega

Fyrir hrun voru laun frekar lág á Íslandi, miðað við ríkidæmi þjóðarinnar. Launakostnaður í heild var nálægt meðaltali ESB ríkja árið 2008 þó hagsældarstigið hér væri um 12% hærra en meðaltalið (sjá hér).

Í hruninu lækkaði kaupmáttur launa samtals um nálægt 12% og kaupmáttur ráðstöfunartekna um nálægt 20% að meðaltali (þar bætast við áhrif af minni vinnu). Hrun kaupmáttar ráðstöfunartekna varð meira hér en annars staðar í Evrópu (sjá hér).

Við getum sennilega ekki vænst þess að fara upp á eðlilegt launastig nema með því að stytta vinnutíma og auka framleiðni í leiðinni. Það á að vera langtímamarkmið.

En skammtímamarkmið okkar á að vera að ná kaupmætti launa upp á svipað stig og var fyrir hrun, t.d. á árunum 2005-6. Kaupmáttur vinnandi fólks var hvort eð er ekki sérlega hár þá.

Algert lágmark til skemmri tíma á að vera að kaupmáttur launa fylgi vexti þjóðarframleiðslunnar upp úr kreppunni. Annars festumst við á launabotni kreppunnar.

Kaupmátturinn hækkaði þokkalega í júní 2010 (2,6%) og aftur í júní 2011 (3,4%), en á árinu 2012 varð lítil sem engin kaupmáttaraukning (sjá myndina hér að neðan).

Frá nóvember 2011 til nóvember 2012 jókst kaupmáttur launavísitölunnar um 0,4%. Á síðustu mánuðum hefur árangurinn sem náðist 2010 og 2011 verið að étast upp með verðhækkunum. Það er afleit þróun.

Þetta er allt of hægur gangur í kaupmáttaraukningunni. Atvinnurekendur verða að skila sínu, það hefur jú verið hagvöxtur bæði 2011 og 2012 og verður áfram svipaður á árinu 2013.

Er launþegahreyfingin ekki örugglega að vinna í þessu núna, með endurskoðunarákvæðinu? Varla ætla þeir að semja um froðu í stað kauphækkana! Varla vilja þeir festa þjóðina í þessari stöðu út árið 2013 líka…

Hagvöxturinn á að skila sér betur í launaumslagið.

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar