Föstudagur 18.01.2013 - 10:23 - FB ummæli ()

Landflótta snúið við

Í gær birtist tímamótafrétt frá Hagstofunni. Um 630 fleiri fluttu til landsins en frá því á síðasta ársfjórðungi 2012. Landflótta hrunáranna hefur verið snúið við!

Það blés ekki byrleg við fyrir íslensku þjóðinni í kjölfar hrunsins. Fjármálakerfið var hrunið til grunna. Við blasti skuldamartröð, hrun lífskjara og djúp efnahagskreppa til lengri tíma.

Margir spáðu okkur illa. Mér varð hugsað til Færeyja sem sukku djúpt í kreppu um 1990 og töpuðu 10-12% íbúanna til Danmerkur. Yrði samsvarandi landflótti héðan, þar sem unga kynslóðin gæfist upp á Íslandi?

Eftir athugun á sambandi brottflutnings við kjaraskerðingar og atvinnuleysi á liðnum áratugum komst ég að þeirri niðurstöðu að miðað við spár AGS um samdrátt efnahagslífsins mætti búast við að um 3-4% þjóðarinnar myndi tapast frá landinu á næstu árum (brottfluttir umfram aðflutta). Ég nefndi 3% í viðtali við Fréttablaðið en færði rök fyrir allt að 4% tapi í fyrirlestrum hér heima og erlendis.

Það er auðvitað stór biti að tapa 3-4% íbúafjölda vegna kreppu.

Nú liggur niðurstaðan fyrir, landflóttinn virðist stöðvaður og hægt að gera upp tapdæmið.

Niðurstaðan er sú, að Ísland tapaði 2,6% íbúa sinna frá 2009 til 2011. Það er minna en ætla mátti út frá stærð hrunsins, kjararýrnun vegna gengisfalls krónunnar, aukinni skuldabyrði og atvinnuleysi.

Í hausum talið er þetta mesta tap Íslands á lýðveldistímanum og einnig sem hlutfall íbúa. En það er athyglisvert að skoða tap íslenskra ríkisborgara sérstaklega.

Íslenskir ríkisborgarar sem töpuðust voru um tveir þriðju heildartapsins, eða um 1,7% þjóðarinnar. Það er hins vegar litlu meira en tapaðist eftir hrun síldarstofnsins 1967-8. Tapið þá var um 1,5% íbúa (frá 1968 til 1971).

Við sleppum furðu vel frá hruninu hvað þetta snertir, þó vissulega sé tapið mikið og alvarlegt.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar