Miðvikudagur 03.04.2013 - 08:50 - FB ummæli ()

Kauphækkunin í febrúar fuðrar upp

Hagstofan sendi frá sér mikilvæga frétt fyrir skömmu, um þróun kaupmáttar launa.

Kjarasamningar skiluðu 2,3% meðalhækkum launa í febrúar. Kaupmáttaraukningin er hins vegar einungis 0,7% á sama tíma, frá janúar til febrúar.

Verðhækkanir voru sem sagt búnar að taka tvo þriðju af kauphækkuninni áður en mánuðurinn var liðinn!

Það stefnir því í kaupmáttarskerðingu á árinu 2013. Kjarasamningar verða lausir í nóvember. Spurning hvað gerist þá.

Kaumáttaraukning á árinu 2012 varð nánast engin, en hún hafði verið ágæt á árinu 2011. Þá varð góður hagvöxtur því aukinn kaupmáttur skilar sér í auknum efnahagsumsvifum.

Með hruni krónunnar á árinu 2008 hrundi kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna um 20% að meðaltali (minna í lægri tekjuhópum), en 29% ef aukin skuldabyrði er tekin með í dæmið (sjá hér).

Heimilin eru enn með alltof lítinn kaupmátt.

Það er helsta rót óánægjunnar í samfélaginu.

Við þurfum að fá kaupmátt launanna aftur upp eftir kjaraskerðingu hrunsins, með meiri krafti. Fyrirtækin ná sínum hagnaði upp með verðhækkunum – almenningur situr eftir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar