Sunnudagur 21.04.2013 - 11:20 - FB ummæli ()

Áhrif nýju flokkanna á fjórflokkinn

Eitt af einkennum kosninganna núna er hinn mikli fjöldi nýrra framboða, sem flest fá mjög lítið fylgi.

Nýju flokkarnir taka fyrst og fremst fylgi frá stjórnarflokkunum. Tap Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til nýju framboðanna er lítið, eða um 8% af fyrra fylgi á móti 24-32% hjá stjórnarflokkunum.

 

Tap stjórnarflokkanna

VG tapar meiri til nýju flokkanna en Samfylkingin. Könnun Fréttablaðsins (birt 19. apríl) bendir til að um 32-33% þeirra sem kusu VG síðast dreifist nú á nýju flokkana, mest á Bjarta framtíð (14%) og Pírata. (12%) Um fimmtungur að auki fer á Framsókn.

Um 24-25% þeirra sem kusu Samfylkingu 2009 segjast nú styðja nýju flokkana, þar af eru rúm 7% sem styðja Bjarta framtíð. Um 17% af þessum 24-25% dreifast á smáflokkana sem ekki virðast ná manni inn á þing, og detta þau atkvæði því dauð og verða áhrifalaus. Tæpur fimmtungur til viðbótar fer á Framsókn.

Sjálfstæðisflokkur tapar á hinn bóginn aðeins 7-8% af fyrra fylgi til nýju flokkanna og Framsókn um 8-9%.

Stjórnarflokkarnir eru þannig að tapa langmest á nýju framboðunum. Meiru en þeir tapa til Framsóknar.

Meirihluti þeirra atkvæða sem smáflokkarnir fá mun detta niður dauð og áhrifalaus, þ.e. skila ekki þingmönnum. Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá kjósendur – og fyrir þá sem skipuleggja kosningabaráttu stjórnarflokkanna.

 

Áhrif á stjórnarmyndun

Stór hlutur smáflokka sem ekki ná manni inn á þing eykur hlutfallslega fjölda þingmanna stærri flokkanna, mest hjá stærstu flokkunum. Það styrkir sem sagt hlut fjórflokksins, þó markmið margra nýju framboðanns sé að grafa undan honum!

Ef smáflokkarnir halda sínu og um 10% atkvæða detta niður dauð, hefur það hins vegar áhrif á möguleika til stjórnarmyndunar, því einungis mun þurfa rúmlega 40% atkvæða til að ná meirihluta þingmanna.

Ef gert er ráð fyrir sömu þróun á fylginu til kjördags og var á síðustu tveimur vikum gætu Sfl., Sf. og VG bætt við sig.

Möguleikar á tveggja flokka stjórn gætu þá verið þrír: XD+XB; XB+XS og XD+XS.

Spurning er þó hvort hugtakið “tveggja flokka stjórn” hafi sömu merkingu og áður. Þannig er Sjálfstæðisflokkurinn illa klofinn um málefni (eins og VG var á núverandi kjörtímabili) og með tvo formenn – einn í Valhöll og annan í Hádegismóum.

Tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki er því í reynd þriggja flokka stjórn!

 

 

Síðasti pistill: Tap Samfylkingar og VG til Framsóknar

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar