Sunnudagur 26.05.2013 - 09:33 - FB ummæli ()

Gengisfelling er árás á heimilin

Menn hafa mikið talað um að vinstri stjórnin hafi gert árás á undirstöðuatvinnuveginn, sjávarútveginn. Þá er átt við nýja veiðigjaldið og tilraunina til að endurbæta kvótakerfið.

En hver gerði árás á hvern?

Gengisfelling krónunnar, sem hófst í byrjun árs 2008 og stóð fram á árið 2009, var risaárás á kjör heimilanna í landinu. Hún lækkaði kaupmátt heimilanna strax með verðhækkunum og jók skuldabyrði verðtryggðra lána. Kaupmáttur tekna heimilanna lækkaði að jafnaði um 20%, en 29% ef aukin skuldabyrði er tekin með.

Helsta orsök gengisfellingarinnar var ofþensla bóluhagkerfisins, sem kom til vegna of mikils brasks með lánsfé. Bankar og fyrirtæki voru helstu braskararnir og söfnuðu mestu skuldunum. Hegðun þeirra gróf undan genginu.

Gengisfellingin hækkaði hins vegar kaupmátt útvegsmanna og annarra fiskútflytjenda um nærri 50%! Erlendu álfyrirtækin fengu sambærilega kaupmáttaraukningu.

Nýja veiðigjaldið færir einungis lítinn hluta þessa aukna kaupmáttar útgerðarinnar aftur í sameiginlega sjóði. Það fjármagnar t.d. framkvæmdir við samgöngubætur um land allt, nýsköpun og hækkun barnabóta.

Þetta segja menn að sé „árás á undirstöðuatvinnuveginn“! Það er mjög villandi staðhæfing.

 

Er fastgengisstefna framtíðin?

Gengisfelling færir kaupmátt frá heimilunum til útflutningsfyrirtækja á alltof auðveldan hátt.

Ef við getum ekki fengið annan gjaldmiðil til að nota á Íslandi, eins og nú virðist ljóst, þá eigum við að taka upp fastgengisstefnu. Það gera til dæmis Danir og Eystrasaltslöndin, með ágætum árangri. Og auðvitað Evru-löndin öll.

Með föstu gengi yrði ekki eins auðvelt að gera síendurteknar árásir á kaupmátt heimilanna.

Forysta ASÍ hefur talað fyrir fastgengisstefnu.

Nú er tímabært að móta stefnu í peningamálum til framtíðar. Lausn snjóhenguvandans ætti að geta orðið mikilvægt skref í átt til fastgengisstefnu.

Eyjan er með athyglisverðan fund um þessi málefni á mánudagsmorgun.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar