Fimmtudagur 13.06.2013 - 21:31 - FB ummæli ()

Ísland er háð ESB

Margir eru auðvitað nokkuð hugsi þegar leiðtogar okkar, forseti og ríkisstjórn, sýna Evrópusambandinu fingurinn.

Meirihluti Alþingis samþykkti að óska eftir viðræðum við ESB um mögulega aðild Íslands að sambandinu. Það var ekki ESB sem bað okkur um að koma í liðið. ESB hefur hins vegar tekið málaleitan Íslands vel og af sanngirni og kurteisi.

Nú koma fulltrúar okkar til ESB og segjast vilja hætta við í miðju kafi – án efnislegra röksemda. Afþvíbara!

Það er kanski ekki dauðasök að fresta því að ljúka viðræðum um aðildarsamning sem staðið hafa í nokkur ár.

En þegar það er gert í samhengi við þær umræður sem andstæðingar ESB-aðildar hafa viðhaft á síðustu árum þá er frestunin á vissan hátt til marks um að Íslendingar hafi snúið baki við ESB.

Forysta ESB fær auðvitað allar upplýsingar um hvernig fjallað hefur verið um sambandið á opinberum vettvangi hér á landi og dregur sínar ályktanir.

Í þessu samhengi má líka spyrja hvort við séum ekki að stefna miklum hagsmunum Íslands í hættu?

Aðildarríki ESB eru okkar helstu viðskiptaþjóðir og í þeim hópi ertu jafnframt okkar helstu vinaþjóðir, utan Noregs. Við erum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), þar sem við höfum allt að sækja til ESB um framþróun þess viðskiptaumhverfis.

Við erum núna á undanþágu sem aðildarríki í EES, vegna gjaldeyrishaftanna. Litlar líkur eru á að þeim verði hægt að aflétta á næstu árum. Óskað hefur verið eftir samstarfi og aðstoð frá ESB til að ná þeim markmiðum. Því var vel tekið, meðal annars í ljósi umsóknar okkar um aðild.

Við eigum ansi margt undir ESB sem skiptir okkur miklu máli.

Við höfum meira að sækja til ESB-þjóða en þær til okkar.

Auðvitað getum við sýnt heiminum fingurinn. Ég held þó að slíkt muni fyrst og fremst skaða okkur sjálf.

Erfitt er að varast þá hugsun að við gætum verið að halda óskynsamlega á málum okkar. Við mættum líka minnast þess að hegðun Íslendinga var ekki beint hnökralaus á síðasta áratug, þegar Íslendingar soguðu til sín lánsfé frá Evrópuþjóðum án tillits til þess hvort hægt yrði að greiða það til baka.

Heilindi og kurteisi gagnvart nágrönnum ættu kanski að skipa hærri sess í framkomu okkar sem þjóðar. Við erum hvorki stórveldi né ómissandi í samfélagi Evrópuþjóða.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar