Sunnudagur 28.07.2013 - 11:00 - FB ummæli ()

Köben og listin í Louisiana

Ef menn bregða sér til Köben er sniðugt að taka lestina til Louisiana nýlistasafnsins í Humlebæk, sem er aðeins hálftíma ferð frá miðborginni upp með strönd Sjálands.

Louisiana er frábært safn á skemmtilegum stað.

Þar er nú mjög athyglisverð yfirlitssýning um listaferil Yoko okkar Ono, Half-a-wind-show.

Yoko

Úti í garði er svo óskatré Yoko, en á það hengja menn frómar óskir sínar til handa mannkyni. Þær óskir verða svo fluttar til Reykjavíkur og munu verða hluti af hinu frábæra verki hennar Imagine Peace Tower í Viðey. Gaman að þessu!

Þar eru líka frumleg verk eftir Töru Donovan, bandaríska listakonu sem ekki hefur áður sýnt í Evrópu.

DSC_3396

Og ef menn verða á þessum slóðum í ágúst má hitta fyrir Einar Má Guðmundsson rithöfund, á bókamessu með öðrum stórrithöfundum.

DSC_3401 b

Svo er safnið auðvitað alltaf með úrval eigin verka til sýnis, sem eru líka mikið augnakonfekt, eins og t.d. þetta eftir Eric Fischl.

DSC_3356

Úr þessu öllu má gera ansi góðan dag.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar