Þriðjudagur 13.08.2013 - 09:53 - FB ummæli ()

Björn Bjarnason ber sig illa

Ég benti í gær á hinn mikla tvískinnung sem liðsmenn Davíðs Oddssonar á Evrópuvaktinni hafa gagnvart fé frá Evrópusambandinu annars vegar og frá herstöðinni sem Bandaríkjamenn héldu í Keflavík í meira en hálfa öld.

Ég benti á að svokallaðir IPA styrkir til stjórnsýsluumbóta sem ESB veitir ríkjum sem sækja um aðild eru smápeningar samanborið við það mikla fé sem streymdi frá Bandaríkjamönnum til Íslands.

Það er auðvitað tvískinnungur og hræsni þegar stuðningsmenn vestrænnar samvinnu og viðamikils hermangs fara offari, af annarlegum ástæðum, yfir þessum framfarastyrkjum frá ESB.

Björn Bjarnason ber sig illa undan pistli mínum og segir mig í senn fákunnandi og ósvífinn að fjalla um þetta. Segir að hann og Styrmir Gunnarsson hafi alltaf verið andvígir Aronskunni, sem var það sjónarmið innan Sjálfstæðisflokksins að taka ætti sérstakt gjald af Bandaríkjunum fyrir veru hersins hér á landi.

Slíkt gjald var hugsað til viðbótar við hið mikla fé sem rann með öðrum hætti inn í landið og nam nokkrum prósentustigum af landsframleiðslu lengst af. Birni Bjarnasyni og félögum er því engin málsvörn í því að hafa verið andvígir Aronskunni.

Egill Helgason lýsti ágætlega hvernig þessum málum var háttað í gömlum pistli frá 2008, þar sem hann bendir á að Aronskan hafi þótt ófín, enda ljóst að Bandaríkjamönnum þótti nóg um hvernig Íslendingar blönduðu saman landvörnum, vestrænu samstarfi og fégræðgi, bæði í þágu ríkissjóðs og raunar miklu heldur í þágu einkavina ráðandi stjórnmálaafla.

Egill sagði: “Mörkin voru dregin við það eitt að heimta beinlínis gjald af Bandaríkjamönnum vegna herstöðvarinnar. Það var kallað Aronska og þótti ófínt. Að öðru leyti var ekkert að því hafa varnarliðið að féþúfu – það var starfsemi sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn skiptu bróðurlega á milli sín.”

Þetta vita allir. Líka Björn Bjarnason.

Það er því bæði tvískinnungur og hræsni þegar Björn Bjarnason, Styrmir Gunnarsson, Davíð Oddsson og félagar fárast yfir IPA styrkjunum.

 

Síðasti pistill: Hræsni og tvískinnungun á Evrópuvaktinni

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar