Miðvikudagur 02.10.2013 - 08:04 - FB ummæli ()

Fjárlögin – að mestu óbreytt stefna

Nýja fjárlagafrumvarpið felur í sér litlar sem engar breytingar frá stefnu vinstri stjórnarinnar.

Áfram er almennt aðhald gagnvart útgjöldum, eins og á síðasta ári. Tryggingagjald á fyrirtæki er lækkað lítillega – eins og á síðasta ári.

Það sem kallað er tekjuskattslækkun (lækkun álagningar í milliþrepi) er hverfandi og raunar óvíst um hvort það verður raunlækkun á skattbyrði þegar breyting persónuafsláttar og vaxtabóta bætist í reiknidæmið. Óvíst er hvað verður um virðisaukaskattbyrðina.

Þriggja þrepa skattkerfi vinstri stjórnarinnar er viðhaldið nær óbreyttu.

Hækkun barnabóta um 30%, sem vinstri stjórnin setti á í byrjun árs 2013, verður fram haldið og sömuleiðis verða sérstöku vaxtabæturnar framlengdar (þó er gert ráð fyrir um 15% lækkun þeirrar upphæðar sem fer til vaxtabóta, líklega vegna væntrar kaupmáttaraukningar í komandi kjarasamningum og lækkunar skulda).

Afnám skerðinga tekjutryggingar til eldri borgara og öryrkja, sem vinstri stjórnin gerði ráð fyrir að kæmi til framkvæmda um næstu áramót, verður efnd – eins og félags- og húsnæðismálaráðherra hafði þegar lofað.

Meðferð Landsspítalans, íslenskrar kvikmyndagerðar og nýsköpunar í þessu frumvarpi er það helsta sem kemur á óvart. Gistináttaskattur á sjúklinga aflar smáaura og verður varla framkvæmdur. Óráð er að afnema fyrirhugaða fjárveitingu vinstri stjórnarinnar til tækjakaupa á Landsspítala. Kanski verður því breytt – ef marka má orð heilbrigðisráðherra.

Þá er óskynsamlegt að slátra hinni snjöllu og örvandi fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar, eins og nú er gert. Skynsamlegra hefði verið að gefa í á þeim vettvangi, ekki síst á nýsköpunarsviðinu – til að örva hagvöxt.

Það sem Bjarni Benediktsson kallaði fyrir þremur árum “brjálæðislegar skattahækkanir” er að mestu áfram við lýði – enn um sinn.

Þær hækkanir lögðust einkum á hærri tekjuhópa og fyrirtæki og sumar þeirra voru hugsaðar sem tímabundin úrræði vegna hrunsins. Framhald þeirra nú þjónar þeim tilgangi að enda hallarekstur á fjárlögum, en það var einnig stefna vinstri stjórnarinnar. Aukin skattlagning fjármálageirans nú styrkir þau markmið.

Á heildina litið er þetta sama stefna og vinstri stjórnin innleiddi. Afnám auðlegðarskatts á ríkasta fólk landsins og lækkun fyrirhugaðs veiðigjalds eru helsta sérstaða nýju stjórnarinnar á sviði skattamála.

Kanski vinstri stjórnin geti litið á nýja fjárlagafrumvarpið sem hól!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar